Fundargerð hreppsnefndar 30. nóvember 2017

01.12 2017 - Föstudagur

Fundur nr. 71 kjörtímabilið 2014 – 2018

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 30. nóvember 2017 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 16.00.

 

Mætt til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Einar Björn Kristbergsson, Bárður Jónasson, Magnús Þór Róbertsson, Ingólfur Daði Jónsson og Elísa Joensen Creed.

 

Einnig sátu fundinn Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

  1. Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps:
  2. Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2018-2021 lögð fram til fyrri umræðu

 

Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2018-2021 lögð fram til fyrri umræðu.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og lykiltölum hennar. Samhljóða samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu á fundi þann 14. desember nk.

 

  1. Bréf til sveitarstjórnar frá:

a. Sigríði Elvu Konráðsdóttur

 

Lagt fram bréf Sigríðar Elvu Konráðsdóttur þar sem hún óskar, af persónulegum ástæðum, eftir að fá lausn frá setu í sveitarstjórn skv. 30. gr. sveitarstjórnarlaga út kjörtímabil 2014-2018.

 

Ósk Sigríðar Elvu borin upp til samþykktar og samþykkt með 4 atkvæðum Eyjólfs, Unnar Óskar, Einars Björns og Ingólfs Daða. Hjá sátu Bárður, Magnús Þór og Elísa.

 

b. Sveinhildi Rún Kristjánsdóttur

 

Fram fór umræða um málið og samþykkt samhljóða að fela Magnúsi Má að gera úttekt á notkun sundlaugar miðað við núverandi sumar- og vetraropnun.

 

c. Bjarney Guðrúnu Jónsdóttur

 

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að boða Bjarneyju Guðrúnu til fundar til frekara samtals um málið.

 

d. Þorsteini Gunnarssyni og Magnúsi Má Þorvaldssyni

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að vísa því áfram til menningarmálanefndar til afgreiðslu þar.

 

e. Ráðrík

 

Sveitarstjóra falið að kanna verð á námskeiðinu annars lagt fram til kynningar.

 

f. KPMG- endurskoðun

 

Sveitarstjóri kynnti málið nánar annars lagt fram til kynningar.

 2. Almenn mál frá:

a. Yrki arkitektum ehf

 

Sveitarstjóri greindi frá málunum, og síðan samhljóða samþykkt að aðilar úr bygginganefnd hússins fari til fundar við hönnuði í næstu viku og ljúki hönnunarþætti hússins ásamt tillögum að deiliskipulagi svæðisins.

 

b. Umhverfisstofnun

 

Samhljóða samþykkt að ganga frá samningi við Umhverfisstofnun um refaveiðar 2017-2019 sem sveitarstjóri undirritar f.h. sveitarfélagsins. Ennfremur samþykkt að málefnum um refaveiðar verði vísað til landabúnaðarnefndar til umfjöllunar á grundvelli hins nýja samnings við ríkið.

 

3. Fundargerðir:

a. 3. fundar stjórnar SSA

 

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún samþykkt samhljóða, fundi slitið kl. 19:00

Fylgigögn fundar 301117 (2).pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir