Fundargerð hreppsnefndar 11. janúar 2018

12.01 2018 - Föstudagur

Fundur

Fundur nr. 73 kjörtímabilið 2014 – 2018

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 11. janúar 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 16.00.

 

Mætt til fundar: Stefán Grímur Rafnsson, Elísa Joensen Creed, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Sigríður Bragadóttir, Sigurjón H. Hauksson, Eyjólfur Sigurðsson og Einar Björn Kristbergsson.

 

Einnig sat fundinn Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri er ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fundinn og gengið var til dagskrár.

 

Dagskrá:

 

  1. Fundargerðir:

a)      Fundur um skipulagsmál dags. 4. janúar 2018

Oddviti gerði nánari grein fyrir málinu og fram fór umræða um það. Síðan samhljóða samþykkt að Yrki Arkitektar vinni nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í heild. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar  frá 7. desember sl. en afgreiðslu hennar var frestað á fundi sveitarstjórnar 14. desember sl.

 

b)      4. fundar stjórnar SSA

Lagt fram til kynningar.

 

c)      160. fundar Félagsmálanefndar

Lagt fram til kynningar.

 

d)      138. fundar stjórnar HAUST

Lagt fram til kynningar.

 

e)      855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf til sveitarstjórnar frá:

a)      Austurbrú

Samhljóða samþykkt þátttaka sveitarfélagsins í námskeiðinu um ný persónuverndarlög.

 

b)      Bjarna Hall

Málið kynnt nánar og það rætt. Samhljóða samþykkt að hafna erindinu.

 

c)      Brú lífeyrissjóði um samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga.
Lagt fram samkomulag milli Vopnafjarðarhrepps  og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um framlög sveitarfélagsins til A-deildar Brúar vegna samkomulags milli Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands annars vegar og fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga hinsvegar sem undirritað var 19. september 2016.
 

Markmið þess samkomulags var að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Samhliða þessu samkomulagi gerðu fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Skv. 8. gr. samningsins var samningurinn gerður með fyrirvara um að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum við samþykkt viðkomandi sveitarstjórna á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar. Lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins byggðu að meginstefnu til á fyrrgreindu samkomulagi aðila.
 

Framlagt samkomulag felur í sér að Vopnafjarðarhreppur skuldbindur sig að greiða kr. 2.802.736,- framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar,           kr. 14.931.978,- framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og                  kr. 1.606.424,- framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 19.341.140,-.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að umrædd framlög verði greidd með eigin fé.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps vegna áranna 2018-2021 til að mæta þessum útgjöldum. Sveitarstjóra falið að útfæra viðauka í samstarfi við KPMG og afgreiða hann í samræmi við sveitarstjórnarlög og fjármálareglur sveitarfélaga.“

 

  1. Almenn mál:

a)        Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórnar, Þingskjal 40.

Sveitarstjóri kynnti málið nánar. Eftirfarandi samþykkt var gerð:

„Inntak frumvarpsins er að lækka kosningaaldur vegna kosninga til sveitarstjórna úr 18 árum í 16 ár. Verði frumvarpið að lögum munu hin nýju lög öðlast gildi fyrir næstu kosningar til sveitarstjórna í maí 2018.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps telur jákvætt að auka áhrif ungs fólks við mótun sveitarfélaganna, með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. 
Með kosningarétti fylgir jafnframt réttur til setu í sveitarstjórnum. Samhliða slíkri lagabreytingu telur sveitarstjórn mikilvægt að löggjafinn  skoði hvort þessi lagabreyting, skapi ósamræmi sem geti haft áhrif á störf sveitarstjórnarmanna  s.s.  hvað varðar lögræði og fjárræði. Í 1. mgr. 3. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar,  segir að einungis lögráða aðilar séu kjörgengir.“

b)        Opnunartími Sundlaugar

Fyrir fundi lá samantekt yfir mætingu í Selárlaug sl. 8 ár tilgreindri skiptingu á milli árstíða og heildarfjölda hvers árs. Eftirfarandi samþykkt var gerð:

Sumar: 
Sumartími (16. maí  – 30. september )

Virka daga mánudaga-   föstudaga:    kl. 10:00 til kl. 22:00. 
Um helgar laugardaga- sunnudaga:    kl. 10:00 til kl. 22:00.


Vetur: 
Vetrartími (1. október  – 15. maí)

Virka daga þriðjudaga - föstudaga:     kl. 14:00 til kl. 19:00. Lokað mánudaga.
Um helgar laugardaga- sunnudaga:    kl. 12:00 til kl. 16:00.


„Samhliða samþykkt um  breytingar á opnunartíma sundlaugar, samþykkti sveitarstjórn að fela Fulltrúa sem fer með  íþrótta- og æskulýðsmál að vinna vaktaplan fyrir sundlaug og íþróttahús í samvinnu við starfsmenn sem jafni vinnutíma þeirra á ársgrundvelli. Í vaktaplaninu verði sumarleyfi skipulagt út frá þörfum starfsmanna þó þannig að starfsemi íþróttamiðstöðvar og sundlaugar raskist sem minnst. Vaktaplanið verði lagt fyrir sveitarstjórn til kynningar á reglubundnum fundi í febrúar og taki gildi 1. mars 2018 ásamt breyttum opnunartíma.”

 

c)      Byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018

Oddviti kynnti málið en  síðan var eftirfarandi tillaga lögð fram:

“Sveitarstjórn leggur til að byggðakvóti til úthlutunar fiskveiðiárið 2017/2018 skiptist milli báta undir 1000 tonnum  með heimilisfestu á Vopnafirði.”

 

Tillagan var borinn upp og samþykkt með fimm atkvæðum, Eyjólfur Sigurðsson og Einar Björn Kristbergsson sátu hjá.

 

d)        Menntunarstaða á Vopnafirði

Samanburður á menntunarstöðu á Vopnafirði í samanburði við önnur sveitarfélög á Austurlandi, lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún samþykkt samhljóða, fundi slitið kl. 18.40 

Fylgigögn fundar 110118.pdf

Menntun.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir