Fundargerð hreppsnefndar 05. apríl 2018

06.04 2018 - Föstudagur

Fundur

Fundur nr. 78 kjörtímabilið 2014 – 2018

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 05. apríl 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 16.00.

 

Mætt til fundar: Stefán Grímur Rafnsson, Bárður Jónasson, Magnús Þór Róbertsson, Sigríður Bragadóttir, Hinrik Ingólfsson, Eyjólfur Sigurðsson og Agnar Karl Árnason.

 

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

  1. Fundargerðir:

a)      Hafnarnefndar dags. 15. mars 2018

Fundargerðin samhljóða samþykkt.

 

b)      Starfshóps um grænmetisbar í skólanum og miðlægt eldhús stofnana sveitarfélagsins í Sundabúð dags. 16. mars 2018

Samhljóða samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman rekstrarkostnað hvers eldhúss deilda sveitarfélagsins og til samanburðar áætlaðan rekstur á miðlægu eldhúsi fyrir fund sveitarstjórnar 17. maí nk. Ennfremur óskað eftir að eigi síðar en 03. maí nk. liggi fyrir tillögur starfsmanna skólans að annarri útfærslu en uppsetning sérstaks grænmetisbars sbr. samþykkt fundarins. Samhljóða samþykkt.

 

c)      857. og 858. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

 

d)      140. fundar HAUST

Lag fram til kynningar.

 

  1. Almenn mál:

a)      Héraðskjalasafn Austfirðinga bs. - Beiðni um viðbótarframlag vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð

Málið tekið til umræðu og síðan samhljóða samþykkt að verða við beiðni um viðbótarframlag.

 

b)        Umsögn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki III – Kaupvangskaffi

Fram kom í umræðunni að rekstraraðili vildi koma á framfæri að um væri að ræða flokk II sem umsóknin varðar en ekki flokk III svo sem fram kemur í fundargögnum. Samhljóða samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna að málinu áfram í ljósi þessa.

 

c)      Leitað heimildar  til að leggja Verkefnislýsingu svæðisskipulags Austurlands til umsagnar Skipulagsstofnunar.

Samhljóða samþykkt að verkefnalýsingin verði send Skipulagsstofnun til umsagnar.

 

d)      Minnisblað vegna stöðu viðræðna í svokölluðu Finnafjarðarverkefni

Oddviti lagði fram og kynnti minnisblað sem unnið var af lögfræðingum Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps. Í minnisblaðinu er farið yfir það sem gerst hefur frá því að síðasta minnisblað var lagt fram á fundi sveitarstjórnar þann 01. febrúar 2018.

Fundað hefur verið með landeigendum, samstarfsaðilum verkefnisins, ráðuneytum og hugsanlegum fjárfesti. Óhætt er að fullyrða að fundir undanfarið hafi tekist vel, vilji aðila til að ljúka málinu með samkomulagi um öll atriði er skýr, en talsvert er í land að hægt sé að tala um að niðurstöður liggi fyrir. Sú samantekt sem hér er framlögð ber með sér að málið er að þróast – en um leið að góðir hlutir gerast hægt. Framundan er ferð til Þýskalands þar sem meiningin er að ljúka þeim samningum sem sveitarstjórn hefur áður veitt heimild til vinnu við. Þegar drög að samningum liggja fyrir þá verða þeir lagðir fyrir sveitarstjórnir beggja sveitarfélaga. Samhljóða samþykkt.

 

e)      Grunnlóðarleigusamningur lóðar við Hafnarbyggð 2A

Fyrir liggur undirritaður lóðarleigusamningur dags. 25.10.2005 sem tekur af allan vafa um stærð lóðar. Að öðru leyti til kynningar.

 

f)       Umsókn um lóð undir Símahús að Urðum frá Minjavernd

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðar skv. skráningu Þjóðskrár og er meðfylgjandi. Sveitarstjóra falið að ljúka málinu.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún samþykkt samhljóða, fundi slitið kl. 17:02.

Fylgigögn fundar 050418.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir