Fundargerð hreppsnefndar 09. ágúst 2018

10.08 2018 - Föstudagur

Fundur nr. 5 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopafjarðarhrepps fimmtudaginn 9. ágúst 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Sigríður Bragadóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Teitur Helgason, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

 

Einnig mættir Þór Steinarsson sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson sem ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar bauð oddviti sveitarstjóra velkominn til starfa og undir tóku nefndarmenn allir. Síðan var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

 

1. Fundargerðir

 

a. Velferðarnefndar 6. júlí 2018

Sveitarstjórn tekur undir bókun velferðarnefndar viðvíkjandi úttekt íbúða áður en hluteðaigandi íbúar flytja inn. Fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

b. Fundur stjórnar SvAust 24. maí 2018

Lagt fram til kynningar.

 

c. 18. fundar stjórnar SvAust 13. júní 2018

Lagt fram til kynningar.

 

d. 19. fundur stjórnar SvAust 26. júní 2018

Lagt fram til kynningar.

 

 

2. Almenn mál

 

a. Forsætisráðuneytið  - fundur um málefni þjóðlenda áætlaður 29. ágúst

Lagt fram til kynningar.

           

b. Ungt Austurland – Að heiman og heim

Samhljóða samþykkt þátttaka og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

           

c. Útgjöld vegna Vopnaskaks

Lagt fram til kynningar.

 

d. Kjör fjallaskilastjóra

Oddviti lagði til að Haukur Georgsson verði skipaður fjallskilastjóri og var samhljóða samþykkt.

 

 

3. Bréf til sveitarstjórnar:

 

a. Ærslabelgjarverkefnið – Fanney Björg og Linda Björk

Sveitarstjórn fagnar framtakinu og er reiðubúin að eiga samtal við forráðamenn verkefnisins. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Samhljóða samþykkt.

 

b. Hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina – ARKHD – Arkitektar Hjördís og Dennis

Samhljóða samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfinu.

 

c. Samstarfsverkefni Vopnafjarðarhrepps við Ferðamálasamtök Vopnafjarðar og Fuglastígs Norð-Austurlands – Berghildur Fanney Hauksdóttir.

Oddviti kynnti málið nánar. Að kynningu lokinni vék Sigríður af fundi undir þessum lið og við stjórn fundar tók Þór. Fyrir liggur samþykkt sveitarfélagsins um samstarf við verkefnið og samhljóða samþykkt að leggja því til 200 þús. kr. eða þá upphæð sem á kann að vanta, að því gefnu að ekki fari yfir samþykkta upphæð.

 

d. Vegabætur frá Selá að Aðalbóli – Ingólfur Sveinsson

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:47.

Dagskrá og fylgigögn fundar 090818.pdf

Fylgiskjal fundar 098818 v. miðlun fuglaflóru.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir