Fundargerð hreppsnefndar 01. nóvember 2018

06.11 2018 - Þriðjudagur

Fundur nr. 11 kjörtímabilið 2018-2022

 

 Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 1. nóvember 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Árný Birna Vatnsdal, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson, skrifstofustjóri, og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 

 1. 1.       Fundargerðir

 

 1. Fundur menningarmálanefndar 23.10.18

Varðandi 1. lið þá hefur styrkur að upphæð 50.000 krónur þegar verið afgreiddur. Vísað til Sveitarstjóra að gera styrkveitingarferlið gegnsæjara og skilvirkara framvegis. Fundargerð samhljóða samþykkt.

 

 1. 144. Fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands

Lagt fram.

 

 1. Fundur svæðisskipulagsnefndar 5.10.18

Lagt fram.

 

 1. 406. fundur Hafnarsambands Íslands

Lagt fram

 

 1. 168. fundur félagsmálanefndar

Lagt fram.

 

 1. 1. fundur framkvæmdaráðs SSA

Lagt fram.

 

 1. 2. fundur framkvæmdaráðs SSA

Lagt fram.

 

 1. Fundargerð SNS og FÍH

Lagt fram.

 

 1. 864. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram.

 

 1. 863. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram.

 

 1. 405. fundur Hafnarsambands Íslands

Lagt fram.

 

 1. Fundargerð SNS og KÍ

Lagt fram.

 

 1. 2.       Almenn mál

 

 1. Fjárhagsáætlun Brunavarna Austurlands

Lagt fram. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Lagt fram. Samþykkt samhljóða

 

 1. Frístunda- og tómstundastyrkir

Sveitarstjórn fagnar innkomnu erindi og samþykkir að fela sveitarstjóra að gera ítarlegri könnun á fyrirkomulagi slíkra styrkja annars staðar á landinu og taka málið upp í fjárhagsáætlunarvinnu. Samhljóða samþykkt.

 

 1. Ákvörðun um matsáætlun vegna virkjunar Þverár í Vopnafirði

Lagt fram.

 

 1. Úttekt á lagnakerfi

Samþykkt samhljóða að gera úttekt á lagnakerfinu samkvæmt framlögðum forsendum.

 

 1. Tillaga um gerð skautasvells

Samþykkt samhljóða með fyrirvara um að kostnaður liggi fyrir og sveitarstjóra falið að kanna aðstæður.

 

 1. 3.       Bréf til sveitarstjórnar

 

 

 1. Frá Starfsmannapúlsinum vegna kynningar á starfsmannakönnun

Samþykkt samhljóða að sveitarstjóra verði falið að kanna verð, vísað inn í fjárhagsáætlunarvinnu.

 

 1. 4.       Önnur mál

 

 1. Umræða um sameiningu sveitarfélaga á austurlandi.

 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Árný Birna Vatnsdal leggja fram tillögu : Samfylkingin leggur fram tillögu um að sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps sækist eftir því að taka þátt í þeim sameiningarviðræðum sem nú fara fram milli Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps. Samfylkingin á Vopnafirði telur það vera rétt skref að verða hluti að stærra sveitarfélagi – Austfirðingar eru sterkari saman.

 

Þá telur Samfylkingin enn frekari ástæðu fyrir sameiningarviðræðum vegna ummæla ráðherra sveitarstjórnarmála á Fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í október. Þar talaði hann um frjálsar sameiningar sveitarfélaga á næstu 4-8 árum en að þeim árum liðnum yrðu sveitarfélög sem hefðu færri en 1000 íbúa skikkuð til að sameinast öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin telur jákvæð áhrif sameiningar fleiri en þau neikvæðu og þess vegna eigi sveitarfélagið að taka þátt í viðræðunum.

Tillagan borin upp. Felt með fimm atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihlutans.

 

Fulltrúar meirihlutans, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir bóka: Í ljósi þess að 59% Vopnfirðinga er á móti sameiningu samkvæmt könnun sem var gerð síðastliðið vor sér meirihluti sveitarstjórnar ekki ástæðu til að fara í samningaviðræður við sveitarfélög á austurlandi á þessum tímapunkti.

 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Árný Birna Vatnsdal bóka :

Samfylkingin gagnrýnir harðlega afstöðu meirihlutans; afstöðu sem speglast af þröngsýni og einangrunarhyggju. Ákvörðun meirihlutans eru vonbrigði en vilji Samfylkingarinnar til sameiningarviðræðna er skýr.

 

Fulltrúar meirihlutans, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir bóka: Meirihluti sveitarstjórnar ítrekar að samkvæmt könnun sem gerð var í vor er ekki vilji hjá íbúum Vopnafjarðar til sameiningar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 18:32.

Dagskrá hreppsn. og fylgigögn 01. nóv. 18.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir