Fundargerð hreppsnefndar 29. nóvember 2018

30.11 2018 - Föstudagur

Fundur nr. 13 kjörtímabilið 2018-2022

 

 

 Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 29. nóvember 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sat fundinn Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 

 1. 1.       Fundargerðir

 

 1. Stjórnarfundur Sv-Aust 30.8

Lagt fram.

 1. Stjórnarfundur Sv-Aust 14.9

Lagt fram.

 1. Fundargerð fræðslunefndar 27.9

Samþykkt samhljóða.

 1. Fundargerð SNS og FG

Lagt fram.

 1. Stjórnarfundur Sv-Aust 9.10

Lagt fram.

 1. Stjórnarfundur Sv-Aust 23.10

Lagt fram.

 1. 407. fundur Hafnarsambands Íslands 24.10

Lagt fram.

 1. Fundur atvinnu—og ferðamálanefndar 24.10

Aths við lið eitt í fundargerðinni: Tekið er fram að Vopnafjarðarhreppur hefur sótt um byggðarkvóta á hverju ári. Samþykkt samhljóða

 1. Fundargerð aðalfundar HAUST og skýrsla stjórnar 24.10

Lagt fram.

 1. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 29.10

Samþykkt samhljóða.

 1. Fundargerð flugvallanefndar 30.10

Lagt fram.

 1. Stjórnarfundur Sv-Aust 31.10

Lagt fram.

 1. Fundargerð hafnarnefndar 8. 11

Athugasemd við lið 4 um að eftirlitsaðilar taka út öryggismál hafnarinnar og því sett spurningarmerki við þörf á því að fara í aðra vinnu. Samþykkt samhljóða

 1. Fundargerð velferðarnefndar 9. 11

Sveitarstjóra falið að skoða með sjúkraþjálfara möguleika á breytingum á starfsaðstöðu hans. Velferðarnefnd falið að koma með tillögur að breytingum á úthlutunarreglum umræddra íbúðum. Lagt til að talað verði um stærri og minni íbúðir frekar en hjónaíbúðir og einstaklingsíbúðir. Guðjóni Böðvarssyni, sem hefur óskað lausnar úr nefndinni, eru þökkuð vel unnin störf í gegnum árin. Skipun á varamanni frestað. Samþykkt samhljóða.

 1. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 12.11

Samþykkt samhljóða.

 1. 6. fundur SSA 13.11

Lagt fram.

 1. Aðalfundur skólaskrifstofu Austurlands 23.11

Samþykkt samhljóða.

 1. 50. fundur Brunavarna Austurlands 23.11

Lagt fram.

 

 1. 2.       Almenn mál

 

 1. Rafstöð í Þverá – kynning Skírnir Sigurbjörnssonar

Frestað

 1. Drekasvæðið – slit/sala

Samþykkt að stjórn Drekasvæðis kaupi hlut Navitas ehf og færi sem eigin hlut og að kröfur á hendur Drekasvæðis ehf. verði gefnar eftir. Sveitarstjóra veitt heimild til að slíta félaginu eða selja það með það að markmiði að lágmarka þann kostnað sem fellur á hluthafa. Samþykkt samhljóða.

 1. Egilsstaðaflugvöllur – erindi frá Austurbrú

Vísað til seinni umræðu um fjárhagsáætlun. Samþykkt samhljóða.

 1. Byggðakvóti 2019

Upplýst að Vopnafjarðarhreppur fékk úthlutað 19 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Lagt fram.

 1. Reiðskemma á Refstað

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framtak bréfritara. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og vinna málið áfram. Frestað.

 1. Samantekt um ferðamenn -rannsókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Vísað til seinni umræðu fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.

 1. Saga Vopnafjarðar

Laugardaginn 1. desember nk. fagna Íslendingar því að 100 ár eru liðin frá því að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki.

Í tilefni hátíðardagsins samþykkir sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps að hafist verði handa við ritun sögu Vopnafjarðar á næsta ári og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun næsta árs. Samþykkt samhljóða.

 

 

 1. 3.       Bréf til sveitarstjórnar

 

 1. Frá Vegagerðinni vegna niðurfellingar Vatnsdalsgerðisvegar af vegaskrá.

Lagt fram

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 18:19.

Fylgigögn fundar 291118.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir