Fundargerð hreppsnefndar 07. febrúar 201

08.02 2019 - Föstudagur

Fundur nr. 17 kjörtímabilið 2018-2022

 

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 8. febrúar 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigurjón Haukur Haukson.

 

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Í byrjun fundar var leitað afbrigða með að flytja lið 2c fremst á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

        

1. Fundargerðir

 

a. Hafnarnefnd 11. 12

Samþykkt samhljóða.

b. Stjórn sambandsins 25. 1.

Lagt fram til kynningar.

c. Atvinnu- og ferðamálanefnd 28. 1

Samþykkt samhljóða.

d. Velferðarnefnd 31. 1

Samþykkt samhljóða.

e. Hafnarnefnd 4.2.

Varðandi 6. lið. Fallist á að loka gámaporti með því skilyrði að umgengnisreglum verði komið á og þeim framfylgt. Hafnarstjóra falið að útbúa drög að slíkum reglum. Samþykkt samhljóða ásamt fundargerðinni að öðru leyti.

f.Skipulags- og umhverfisnefnd 5.2.

Varðandi fyrsta dagskrárlið um deiliskipulag miðsvæðis. Óskað er eftir því að sú upptalning á aðilum sem fá lýsingu á deiliskipulagi miðsvæðis senda til sín til umsagnar verði endurskoðaður og að allir þeir sem reka starfsemi eða eiga aðsetur á svæðinu fái erindið sent til umsagnar. Samþykkt samhljóða ásamt fundargerðinni að öðru leyti.

 

2.       Almenn mál

 

a. Leiguskuldbinding vegna tækjaleigu

Sveitarstjórn samþykkir að taka á sig skuldbindingar vegna tækjaleigu í samræmi við fyrirlögð gögn.

b. Fulltrúar á aukaaðalfund SSA

Fulltrúar Vopnafjarðarhrepps á aukaaðalfundi SSA verða Stefán Grímur Rafnsson, Sigríður Bragadóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson. Samþykkt samhljóða.

c. Skapandi sumarstörf og listleikurinn – Hjördís Hjartardóttir

Hjördís Hjartardóttir, þjóðfræðingur, kynnir verkefnin Skapandi sumarstörf og Listleikurinn fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn þakkar fyrir og fagnar frumkvæði Hjördísar. Ákveðið að vísa erindinu til sveitarstjóra og óskað eftir að hann taki tillögur Hjördísar til greina við undirbúning sumarstarfa hreppsins áður en fyrirkomulag þeirra verður kynnt fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

d. Frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs

Lagt fram til kynningar.

e. Ljósleiðari – rekstrarfyrirkomulag

Frestað.

 

 

3.       Bréf til sveitarstjórnar

 

a. Hrafnkell Lárusson – Styrkbeiðni

Frestað.

b. Erindi frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði

Lagt fram til kynningar.

c. Forsætisráðuneyti - sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Lagt fram til kynningar.

d. Ráðuneyti ferðamála – Áfangastaðaáætlun

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.18:03.

Fylgigögn fundar 070219.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir