Fundargerð hreppsnefndar 20. febrúar 2019

21.02 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 18 kjörtímabilið 2018-2022

 

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 21. febrúar 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hreiðar Geirsson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Íris Grímsdóttir, Sigríður Elva Konráðsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Í byrjun fundar var leitað afbrigða vegna máls varðandi beiðni um að heimila stofnun lóðarinnar Bustarfell III úr landi Bustarfells sbr. umsókn dags. 27.11.2018. Samþykkt samhljóða að heimila stofnun lóðarinnar.

Einnig Lagt var fram kjörbréf. Nýr varamaður Framsóknarflokksins í sveitarstjórn tekur sæti, Hreiðar Geirsson.

 

1.       Fundargerðir

 

a. Menningarmálanefnd 10.1

Samþykkt samhljóða.

b. 6. framkvæmdaráðsfundur SSA 15.1.

Lagt fram.

c. 8. stjórnarfundur SSA 29.1.

Lagt fram.

d. Menningarmálanefnd 31.1

Í ljósi þess að sveitarstjóra bárust ekki fundargerðir menningarmálanefndar 10.1 og 31.1 fyrr en 14.2 þá var illmögulegt að verða við óskum sem þar komu fram fyrr. Menningarmálanefnd hefur nú þegar fengið upplýsingar um fjármagn sem er til ráðstöfunar vegna Vopnaskaks og að öðru leyti. Samþykkt samhljóða með tilgreindum breytingum.

e. Íþrótta- og æskulýðsnefnd 7.2. og 11.2.

Ákveðið að skoða nánar möguleika, heimildir og kostnað varðandi aðgangsstýringu og breyttan opnunartíma líkamsræktarinnar. Samþykkt af meirihluta. Minnihluti greiðir ekki atkvæði. Vegna styrktarbeiðnar þá er sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga hjá bréfriturum. Samþykkt samhljóða að öðru leyti.

f. Ungmennaráð 11.2

Lagt til að tengiliður sveitarfélagsins við embætti Umboðsmanns barna sæki ráðstefnuna í nóvember. Varðandi útgjaldatillögur ráðsins þá er vísað til fjárhagsáætlunar. Umræðu um almenningssamgöngur vísað til næsta fundar. Tillögum um útgjöld vegna líkamsræktar vísað til fjárhagsáætlunar 2020. Samþykkt samhljóða með tilgr. breytingum.

g. Skipulags- og umhverfisnefnd 13.2.

Samþykkt samhljóða.

h. Skipulags- og umhverfisnefnd 13.2. með fulltr. Þverárdals

Samþykkt samhljóða.

 

2.       Almenn mál

 

a. Dómur í máli Björgvins Agnars Hreinssonar gegn Vopnafjarðarhreppi.

Sveitarstjóri upplýsir um niðurstöðu héraðsdóms frá 8. febrúar sl. í máli fyrrverandi hafnarvarðar. Dómsorðið er svofellt: "Stefndi, Vopnafjarðarhreppur, greiði stefnanda, ..., 1.250.000 krónur með dráttarvöxtum ... frá 4. maí 2017 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 744.000 krónur í málskostnað."

Endanleg krafa stefnanda í málinu var ríflega 9,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar og hafði þá verið lækkuð frá upphaflegri kröfu. Aðilar hafa frest í fjórar vikur til að ákveða um áfrýjun og er sveitarstjóra falið, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að taka ákvörðun þar um. Samþykkt samhljóða.

b. Innri leiga sveitarfélagsins

Lögð fram tillaga um breytingar á innri leigu sveitarfélagsins. Frestað.

c. Stofnun lóðar Selárlaugar

Með vísan til dóms héraðsdóms Austurlands, í málinu E – 4/2017 og lóðablaðs staðfestu af skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, staðfestir sveitarstjórn stofnun 8.839 fm. lóðar með landnr. L156543, sem ber heitið Sundlaug Selárdal, sbr. yfirlýsingu um Landskipti – stofnun lóðar, með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytisins á landskiptum samkvæmt ákvæðum jarðalaga. Samþykkt samhljóða.

d. Notendaráð

Lagt fram til kynningar.

e. Húsnæðisáætlun Vopnafjarðar

Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps lögð fram og gerðar lítilsháttar orðalagsbreytingar. Samþykkt samhljóða.

f. Úrsögn úr menningarmálanefnd. Samþykkt. Tilnefning nýs fulltrúa frestað til næsta fundar.

g. Ný áætlun um almenningssamgöngur

Sveitarstjóra falið að skila inn umsögn um stefnudrögin og eftirfarandi ályktun samhljóða samþykkt:

 

Í tilefni af drögum að stefnu um almenningssamgöngur sem kynnt var 14. febrúar sl. vill sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggja þunga áherslu á mikilvægi þess að flugþjónusta til Vopnafjarðar og Þórshafnar verði ekki skert. það skiptir miklu máli að jaðarbyggðir landsins búi við traustar og skilvirkar almennings- og sjúkrasamgöngur. Veðurfar á Norðausturlandi býður ekki upp á að íbúar svæðisins reiði sig einvörðungu á vegasamgöngur, sér í lagi á stað eins og Vopnafirði þar sem allar slíkar samgöngur eru um langa fjallvegi.

 

Einnig er það þekkt vegferð að þegar flug leggst af þá minnkar og hverfur fjármagn til viðhalds flugvalla. Það þarf varla að taka fram að forsenda þess að hér sé hægt að halda úti byggð og þjónustu og nýta mannvirki og fjárfestingar sem skila þjóðarbúinu gríðarlegum verðmætum þarf að vera gott aðgengi að sjúkraþjónustu og góðar samgöngur almennt.

 

Flugfarþegum á milli Vopnafjarðar og Akureyrar hefur fjölgað um 35,7% frá árinu 2016, m.a. vegna lækkunar á flugfargjöldum. Því verður að teljast einkennileg tillögugerð að minnka flugsamgöngur á landsbyggðinni þegar fyrir dyrum stendur að fara í aðgerðir á næsta ári sem koma mögulega til með að breyta rekstrargrundvelli slíkrar starfsemi, sbr. skosku leiðina með stórbættu aðgengi að ferðamátanum sem mun hafa í för með sér aukna notkun.

 

3.       Bréf til sveitarstjórnar

 

a. Lánasjóður sveitarfélaganna – stjórnarkjör

Lagt fram til kynningar.

b. Íbúðalánasjóður – Húsnæðisáætlun

Lagt fram. Vísað í lið 2.h fundargerðarinnar.

c. Jósep Jósepsson – Vopnafjörður, fyrsti höfuðstaður Íslands

Sveitarstjórn fagnar áhuga bréfritara á málinu og þakkar fyrir innsent erindi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram eftir atvikum.

d. Vegagerðin – Lokayfirlit hafnarbótasjóðs 2018.

Lagt fram.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.19:05.

Fundarboð 20. febrúar 2019_9119206.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir