Fundargerð hreppsnefndar 07. mars 2019

08.03 2019 - Föstudagur

Fundur nr. 19 kjörtímabilið 2018-2022

 

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 8. mars 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Íris Grímsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

1.       Fundargerðir

 

a. Svæðisskipulagsnefnd 8.2.

Lagt fyrir, sveitarstjóra falið að óska eftir kynningu verkefnisstjóra svæðisskipulags fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða

b. Stjórnarfundur SSA 19.2.

Lagt fram til kynningar

c. Aukaaðalfundur Sambandsins 20.2.

Lagt fram til kynningar

d. Stjórnarfundur Sambandsins 22.2.

Lagt fram til kynningar

e. Landbúnaðarnefnd 20.2.

Samþykkt samhljóða

f. Kjörnefnd 1.3.

Samþykkt samhljóða

 


2.       Almenn mál

 

a. Tekjur hafnarinnar – loðnuveiðar

Umræður um afleiðingar þess að ekki hefur verið gefinn út loðnukvóti. Óskað eftir því að kannað  verði hvaða áhrif samdrátturinn hefur í tekjum hafnarinnar og sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar um væntanlegt tekjutap eins og kostur er. Sveitarstjóra einnig falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum HB Granda til að ræða stöðu mála. Samþykkt samhljóða.

b. Ljósleiðari – rekstrarfyrirkomulag

Stefán Guðnason verkefnisstjóri kynnir verkefnið, stöðu þess, auk þess að fjalla um og svara spurningum um kosti og galla ólíks fyrirkomulags á eignarhaldi og rekstrarformi. Samþykkt að fela öðrum aðilum að reka kerfið og bjóða það út til leigu eða sölu og taka ákvörðun um hvor leiðin verði farin út frá þeim tilboðum sem berast. Samþykkt samhljóða.

c. Ferðamálastefna Vopnafjarðarhrepps

Ágúst Elvar Bjarnason kynnir drög að ferðamálastefnu og fyrirhugaðan samráðsfund um ferðamál.

d. Stapi

Daníel Isebarn Ágústsson, lögfræðingur, mætir á fundinn. Fært í trúnaðarbók. Frestað til næsta fundar.

e. Erindi frá SSA vegna N4

Erindi SSA hafnað, Vopnafjarðarhreppur mun styrkja N4 áfram. Samþykkt samhljóða.

f. Úrbótaganga Austurlands

Kristjana Louise Friðbjarnardóttir kynnir verkefnið. Samþykkt samhljóða að Vopnafjörður verði þátttakandi í verkefninu.

g. Hofsá – veiðileyfi

Dregið verður úr innsendum umsóknum. Samþykkt samhljóða.

h. Fremri Hlíð

Sveitarstjóra falið að vinna umsögn og kynna fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

i. Laxalón

Málinu frestað vegna formgalla.

j. Sláturfélag Vopnfirðinga – starfsleyfi

Lagt til að eftirfarandi breytingatillaga við fyrstu málsgrein í öðrum lið verði send HAUST: Flutningur á hráefni til og frá aðstöðunni skal fara fram í lekaþéttum og lokuðum ílátum, þannig að ekki berist blóðvatn eða lífrænn úrgangur á götur eða í umhverfi og hráefnið veki ekki óhug hjá vegfarendum. Drögin samþykkt með þessum breytingum. Samþykkt samhljóða.

k. Strandblakvöllur

Tillögu, auk fjórðu staðsetningar, vísað til umsagnar íþrótta- og æskulýðsnefndar. Frestað.

l. Varamaður í menningarmálanefnd

Fulltrúi Samfylkingar í menningarmálanefnd verður Hjördís Hjartardóttir í stað Sigríðar Elvu Konráðsdóttur og nýr varamaður verður Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir. Samþykkt samhljóða.

 


3.       Bréf til sveitarstjórnar

 

a. Starfsmenn sýslumanns á Austurlandi

Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur bréfritara og minnir á mikilvægi þess að verkefni verði áfram færð til embætta sýslumanna á landsbyggðinni en engin verkefni hafa verið færð til Sýslumannsins á Austurlandi þrátt fyrir loforð þar um. Sveitarstjóra falið að ræða málið við dómsmálaráðherra. Samþykkt samhljóða.

b. Hrafnkell Lárusson

Erindinu hafnað. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.20:03.

Fylgigögn fundar 070319-2_7904932.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir