Fundargerð hreppsnefndar 21. mars 2019

22.03 2019 - Föstudagur

 

Fundur nr. 20 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 28. mars 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Konráðsdóttir, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Íris Grímsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

Einnig sat fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Í byrjun fundar var leitað afbrigða um að fundarliðurinn Vesturfarinn verði færður efst á dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

 1. Fundargerðir

a. Finnafjarðarnefnd 15.3

    Lagt fram

b. Stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands 20.2

    Lagt fram

c. Menningarmálanefnd 28.2

    Lagt fram

d. Íþrótta- og æskulýðsnefnd 7.3

Sveitarstjóra falið að kanna kostnað við að setja upp heita potta við íþróttahúsið. Kallað eftir upplýsingum um samninga við HB Granda um styrk vegna íþróttahúss, sveitarstjóri upplýsir að beðið sé eftir upplýsingum frá fyrirtækinu. Sveitarstjóra falið að svara öðrum spurningum sem fram koma í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða.

 

 2. Almenn mál

a. Stapi

Fundinum var lokað á meðan umræðan fór fram.

Frestað.

b. Sundabúð – breytingar

Samþykkt að vísa tillögunum til velferðarnefndar til umsagnar.

c. Tillaga um stofnun byggðaráðs

Samþykkt samhljóða.

d. Svæðisskipulag Austurlands

Vegna liðar 1 í fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 11. febrúar, samþykkir sveitarstjórn breytta lýsingu svæðisskipulags Austurlands, sem tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunnar. Samþykkt samhljóða.

e. Útreikningar á tapi vegna loðnubrests

Lagt fyrir sveitarstjórn áætlaður tekjumissir sveitarsjóðs vegna loðnubrests. Óskað er eftir því að lagt verði mat á áhrif þessa á framkvæmd fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.

f. Selhóll - umsókn um skráningu fasteignar

Umsókn dags. 7.3.2019 um skráningu nýrrar landeignar í landi Norður Skálaness samþykkt samhljóða.

g. Laxalón – umsókn um skráningu fasteignar

Umsókn dags. 29.2.2019 um skráningu nýrrar landeignar í landi Skóga 1 samþykkt samhljóða.

h. Deiliskipulag hafnarinnar

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða tillögu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð áhersla að tillagan verði sýnileg í versluninni og á heimasíðu hreppsins.

i. Skipulagsbreytingar

Fært í trúnaðarbók og fundi lokað.

Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu sveitarstjóra að breytingu á skipulagi sveitarfélagsins. Bent er á að starf ferðamálafulltrúa þurfi að geta innihaldið verkefni á sviði menningar- og atvinnuþróunarmála og því ætti starfstitill og -lýsing að endurspegla það. Ákveðið að sveitarstjórn taki slíkt starf til frekari umræðu áður en tekin verði endanleg ákvörðun. Einnig að tónlistarskóli verði færður undan skólanum í skipuritinu og að sundlaug og íþróttahús verði skilgreind undir skrifstofustjóra í skipuriti. Einnig að hugað verði að samræmingu í uppsetningu skipuritsins. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihluti situr hjá.

 

Minnihlutinn bókar: Við í minnihlutanum teljum að ekki sé tímabært að leggja þessar skipulagsbreytingar fyrir sveitarstjórn til samþykktar þar sem þær koma fram með litlum fyrirvara. Einnig bendum við á að í framlögðu minnisblaði frá Attentus kemur fram í tímaáætlun þar sem að þetta skuli lagt fram til kynningar fyrir sveitarstjórn í mars og síðan lagt fram til samþykktar í apríl.

 

Um viðamiklar skipulagsbreytingar er að ræða og eftir þessa kynningu í dag þá væri eðlilegast að næsta skref yrði viðræður við það starfsfólk sem málið varðar og því kynntar þessar breytingar.

Vegna þessa þá munum við ekki greiða atkvæði með þessum skipulagsbreytingum.

 3. Bréf til sveitarstjórnar

a. HERO – Icelandic saga

Erindið samþykkt samhljóða.

b. Vesturfarinn

Lagt til að vísa erindinu til menningarmálanefndar til umsagnar. Samþykkt með þremur atkvæðum, Stefáns Gríms, Björns Heiðars og Sigríðar Elvu. Bárður og Axel greiddu atkvæði á móti og Sigríður og Íris sátu hjá.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 19:59.

Fylgigögn fundar (pdf)
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir