Fundargerð sveitarstjórnar 15. apríl 2019

15.04 2019 - Mánudagur

Fundur nr. 23 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 15. apríl 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

 

Mætt til fundar: Sigríður Elva Konráðsdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir

 

 1. Íþrótta- og æskulýðnefnd 8.4.

Lagt fram. Sveitarstjóra er falið að koma með tillögu að aðgangstýrikerfi í íþróttahúsið ásamt kostnaðaráætlun þannig að hægt verði að nota líkamsræktarstöðina utan opnunartíma hússins. Tillagan verði unnin í samráði við starfsfólk íþróttahússins og íþrótta- og æskulýðsnefnd og lögð fyrir sveitarstjórn. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans, minnihluti situr hjá.

 1. stjórnarfundur SSA 12.3.

Lagt fram.

 

 1. Almenn mál

 

 1. Fundartími sveitarstjórnar

Lagt til að fundir sveitarstjórnar hefjast klukkan 14:00 á tímabilinu 15. apríl 2019 til og með 15. ágúst 2019. Tillagan samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihluti er á móti.

 1. Hauksstaðir - Stofnun lóðar

Samþykkt samhljóða

 1. Stapi

Fundinum lokað – málinu frestað

 1. Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps

Samþykkt samhljóða að tilkynna um endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps til skipulagsstofnunar.

 1. Aðalfundur SSA 7. maí

Samþykkt að Þór Steinarsson, Stefán Grímur Rafnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson verði fulltrúar Vopnafjarðarhrepps og Teitur Helgason, Sigríður Elva Konráðsdóttir og Axel Sveinbjörnsson eru til vara. Samþykkt samhljóða.

 1. Breyting á samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps

Vísað til fyrri ákvörðunar sveitarstjórnar frá 22. fundi. Einnig rætt um framsal á ráðningarhlutverki sveitarstjórnar og um uppsetningu samþykktarinnar með tilliti til númeraraðar og hvort gefa skuli samþykktirnar út í heilu lagi með breytingum eða einungis breytingarnar sér. Rétt sé að skjalið sé sett fram í heild sinni með nýrri númeraröð. Nýr kafli um byggðarráð verði númer fimm og aðrir kaflar færast til í samræmi við það. Einnig talað um að valdaframsal sveitarstjórnar varðandi ráðningar á æðstu stöðum komi ekki til framkvæmda. Óskað eftir að skjali með tilheyrandi breytingum verði lagt fram. Frestað.

 1. Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri fjallaði um störf sín frá 1. febrúar og svaraði spurningum þeim tengdum.

 

 

 1. Bréf til sveitarstjórnar

 

 1. Forsætisráðuneytið 2.4.

Vísað til landbúnaðarnefndar og skipulags- og umhverfisnefndar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.18:42.

Fundargögn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir