Fundargerð sveitarstjórnar 9.maí 2019

09.05 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 24 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 9. maí 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Íris Grímsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sat fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Í byrjun fundar var leitað afbrigða um að taka ársreikning fremst á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir

 

 1. Fræðslunefnd 14.3.

Lagt fram.

 1. Stjórn sambandsins 11.4.
 2. Lagt fram.
 3. Menningarmálanefnd 15.4.

Stungið upp á því að framkvæmdastjóri sumarhátíðar verði ráðinn fyrr, jafnvel að hausti til að hann geti tekið meiri þátt í að móta dagskránna. Lagt fram

 1. Æskulýðs- og íþróttanefnd 24.4.

Varðandi lið þrjú í fundargerð: Lagt til að nefndin komi með nánari útfærslu á stækkun sparkvallar og láti gera kostnaðaráætlun um stækkun á vellinum á skólalóðinni þar sem fram kæmi mögulegt vinnuframlag félagasamtaka. Einnig borin fram sú tillaga að kannaður verði grófur kostnaður og útfærsla á sundlaug við íþróttahúsið og íbúar spurðir um afstöðu sína til slíkrar framkvæmdar. Sveitarstjórn óskar eftir að nefndin skili inn útfærslu og kostnaðarmati á frisbígolfvelli. Samþykkt samhljóða.

 1. Landbúnaðarnefnd 29.4.

Sveitarstjórn hvetur landbúnaðarnefnd til að marka heildstæða stefnu um minkaveiði í sveitarfélaginu með það að markmiði að jafnræðis sé gætt og tekið verði tillit til þeirrar vinnu sem farið hefur fram í málaflokknum. Sveitarstjórn óskar eftir að nefndin leggi fram kostnaðaráætlun og útfærslu á framkvæmd við Teigsrétt og kanni hvort hægt sé að afla styrkja til framkvæmdarinnar. Samþykkt samhljóða.

 1. Ungmennaráð 30.4.

Lagt fram. Vísað í lið 1e varðandi sparkvöll. Sveitarstjóri hefur óskað eftir boði á fund nefndarinnar og mun nýta tækifærið til að upplýsa nefndina um stöðu þeirra mála sem spurt er um í fundargerðinni.

 1. Skipulags- og umhverfisnefnd 6.5.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Almenn mál

 

 1. Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps – fyrri umræða

Magnús Jónsson endurskoðandi kynnir drög að ársreikningi sveitarfélagsins 2018,  fjallar um endurskoðendaskýrslu fyrirtækisins og svarar spurningum sveitarstjórnar.

 1. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins – byggðarráð

Bjartur Aðalbjörnsson leggur  til að nefndin heiti hreppsráð, sbr. nafn sveitarfélagsins. Stefán Grímur Rafnsson leggur til eftirfarandi: Fyrsta setning 27. gr. hljóð svo: Sveitarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa þrjá

sveitarstjórnarmenn í byggðarráð til eins árs í seinn og jafnmarga til vara, kosning skal fara fram eigi síðar en 30. júní ár hvert. í 29. grein verði fundargögn send tveimur sólarhringum fyrir fund. Sveitarstjóra falið að ganga frá samþykktinni í samræmi við reglur þar að lútandi. Samþykkt með 6 atkvæðum. Axel Örn Sveinbjörnsson greiðir atkvæði á móti.

 1. Viðhald sundlaugar

Samfylkingin leggur fram eftirfarandi bókun: Samfylkingin vill að þær 4,5 milljónir sem sveitarstjórn gerði ráð fyrir í sundlaugina í fjárfestingaráætlun séu notaðar. Það er löngu kominn tími til að færa sundlaugaraðstöðuna inn í nútímann og bjóða íbúum sveitarfélagsins, grunnskólanemendum og gestum okkar upp á aðstöðu sem stenst nútímakröfur. M.a. þarf að breyta búningsklefum að einhverju leyti og bæta aðgengi, leggja ný gólfefni með hita, stækka baðherbergi, bæta skólp- og vatnskerfi og laga laugarkar.

Sumarið 2020 verða 70 ár liðin frá vígslu Selárlaugar. Það er við hæfi að stefnt sé að verklokum fyrir þann tíma.

Eftirfarandi tillaga er borin fram: Samfylkingin leggur til að sveitarstjóra sé falið að ráðast strax í áætlunargerð að endurbættri aðstöðu við sundlaugina. Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum. Axel Örn Sveinbjörnsson og Sigríður Bragadóttir sitja hjá.

 1. Þverárvirkjun – frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla lögð fram og umsögn byggingafulltrúa og sveitarstjóra kynnt fyrir sveitarstjórn. Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: Undirritaður er á móti virkjunarframkvæmdunum. Ekkert liggur á framkvæmdinni og telur undirritaður ávinninginn af virkjuninni fyrir Vopnafjarðarhrepp eða íbúa Vopnafjarðar lítinn sem engan. En fórnin er mikil. Algjörlega ósnortin náttúra er lögð undir raforkuframleiðslu. Gönguleiðin upp með Þverárgili er hluti af markaðssetningu útivistar fyrir ferðamenn og munu stífla, vegur, námugröftur og annað rask sem fylgir virkjuninni eyðileggja svæðið sem náttúruperlu.

Þá er undirritaður mótfallinn því að auðmenn virki landið, sem er sameign landsmanna, til þess að selja hinu opinbera orku.

 1. Kaupvangskaffi – upplýsingar til ferðamanna

Sveitarstjórn þakkar Kaupvangskaffi veitta þjónustu í upplýsingagjöf til ferðamanna og væntir þess til að fyrirtækið verði áfram virkur og öflugur þátttakandi í ferðaþjónustu Vopnafjarðar. Sveitarstjórn áformar þó að láta ekki af rekstri á upplýsingaskjám og felur því sveitarstjóra að fjarlægja þær upplýsingar sem vísa á Kaupvang sem upplýsingamiðstöð ferðamála. Sveitarstjóra er jafnframt falið að endurskoða fyrirkomulag á rekstri snyrtinga í Kaupvangi. Samþykkt samhljóða.

 1. Lög um opinber innkaup

Sveitarstjóra falið að laga innkaupareglur sveitarfélagsins að nýjum innkaupalögum og leggja fyrir sveitarstjórn.

 1. Skipulagsbreytingar á hreppsskrifsstofu

Samfylkingin gagnrýnir vinnubrögð sveitarstjóra og meirihluta sveitarstjórnar við skipulagsbreytingar á hreppsskrifstofu. Samfylkingin var ekki fylgjandi breytingunum og taldi þær hvorki nauðsynlegar né skynsamar.

Í ljósi óvissuþátta í rekstri sveitarfélagsins leggur Samfylkingin til að sveitarfélagið hverfi frá fyrirhugaðri fjölgun starfa á skrifstofunni; þ.e. að í stað þess að bætt verði við einu og hálfu starfi, verði aðeins bætt við hálfu. Fellt með þremur atkvæðum Stefáns Gríms Rafnssonar, Sigríðar Bragadóttur og Axels Arnar Sveinbjörnssonar. Íris Grímsdóttir og Þuríður Björg Wiium Árnadóttir sitja hjá.

Sveitarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun: Kostnaðaraukning við ráðningar á skrifstofu sveitarfélagsins er óveruleg þar sem dregið er úr starfsemi annars staðar á móti auk þess sem fyrirséð er að kaup á sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins minnki.

Samfylkingin leggur fram eftirfarandi bókun: Samfylkingin telur rétt að auglýsa ný störf í sveitarfélaginu.

Sveitarstjóri leggur fram bókun: Sveitarstjóri tekur undir að almennt eigi að auglýsa ný störf í sveitarfélaginu en áréttar einnig að sveitarstjóri þarf að hafa eðlilegt svigrúm til að færa starfsfólk sveitarfélagsins til í starfi telji hann þörf á því.

 1. Rekstrarstaða Sundabúðar

Umræða um rekstrarstöðu og rekstrarúttekt á Sundabúð.

 

 1. Bréf til sveitarstjórnar

 

 1. Magnús Ver Magnússon

Erindinu vísað til afgreiðslu menningarnefndar.

 1. Kristinn Ágústsson

Bréfritara er þakkað innsent erindi. Sveitarstjóra falið að kanna möguleg úrræði sveitarfélagsins og vinna málið áfram eftir atvikum.

 1. Guðrún Arndís Jónsdóttir – sjávarútvegsskólinn

Sveitarstjórn þakkar innsent erindi og felur sveitarstjóra að bregðast við með jákvæðum hætti.

 1. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið – fjármál sveitarfélaga

Lagt fram.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.18:52.

Fundargögn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir