Fundargerð sveitarstjórnar 23. maí 2019

23.05 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 25 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 23. maí 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Íris Grímsdóttir og Sigurjón Hauksson.

 

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

A Fundargerðir

 1. Stjórn SSA 2.3.

Lagt fram.

 

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur heilshugar undir ályktun landsþings Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem samþykkt var þann 26. mars 2019 og fjallað er um í áttunda lið fundargerðar stjórnar SSA. Samhljóða samþykkt.

 

Samþykkt landsþingsins er í heild sinni eftirfarandi:

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að þau óásættanlegu áform sem fram

koma í fyrirliggjandi tillögu að fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um að skerða

framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga næstu tvö ár um 3,3 ma.kr. verði dregin til

baka.

Landsþingið minnir á að í 11. gr. laga um opinber fjármál er kveðið á um að við mótun

fjármálaáætlunar skuli ráðherra leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Engar viðræður fóru fram um málið heldur var fulltrúum sveitarfélaga tilkynnt um þessa

ákvörðun. Landsþingið telur vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins í málinu vera með

öllu óásættanleg enda væri þannig verið að skapa hættulegt fordæmi um að ríkisvaldið grípi

einhliða inn í lögbundna tekjustofna sveitarfélaga. Ljóst er jafnframt að fyrirhuguð skerðing

framlaga jöfnunarsjóðs kemur misjafnlega niður á sveitarfélögum og bitnar harðast á

sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins.

Landsþing sambandsins fer fram á að ríkisstjórnin og Alþingi tryggi að samskipti ríkis og

sveitarfélaga verði á jafnræðisgrundvelli þar sem virðing og traust ríki á milli aðila. Slík

samskipti hafa verið að byggjast upp undanfarin ár með góðum árangri, en er nú ógnað af

hálfu ríkisins með því frumhlaupi sem landsmenn hafa orðið vitni að í þessu máli.

Landsþingið lýsir sambandið engu að síður tilbúið í viðræður um málið

2. Velferðarnefnd 14. 5.

Borin upp og samþykkt samhljóða.

3. Heilbrigðisnefnd 14.5.

Lagt fram.

4. Hafnarnefnd 14.5.

Lagt fram. Lagt til að verkstjóri þjónustumiðstöðvar sitji fundi Hafnarnefndar til að upplýsa og taka þátt í umræðu um viðhald og framkvæmdir hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

 

B Almenn mál

 

  1. Ársreikningur

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.047 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 720 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 0,6 millj. kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 174 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 1.063 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 534 millj. kr. Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2018 hefur hlotið afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og er staðfestur og áritaður við síðari umræðu í sveitarstjórn.

2. Breytingar á aðalskipulagi

Í kassa 3.3.13 fari út setningin „þannig að það sjáist lítið frá byggð og skyggi sem minnst

á útsýni frá höfninni“.

Í kafla 2.2 fari út fullyrðingar um að vegi hafi verið breytt í göngu- og reiðleið og í staðin komi að vegi hafi verið breytt í göngu og hjólaleið.

Bætt verði við að heimila fuglaskoðunarhús við ströndina norðvestan við Nýpslón ef slíkt samræmist öðrum lögum og reglum sem um svæðið gilda.

Athugað hvort að fyrri samþykkt sveitarstjórnar um stækkun svæðis undir fuglahús norður eftir tanganum frá Straumseyri hafi skilað sér inn í tillöguna.

Í byrjun 3. kafla fari út „Stærstu svæðin og jafnframt þau frjósömustu eru í Hofsárdal en einnig eru nokkur bú með ströndum Vopnafjarðar svo og í Selárdal og Vesturárdal.“

Í kassa 3.2.1. fari út setningin: „Hofsárdalur og Vesturárdalur þykja mjög hentugir til

landbúnaðarstarfsemi og eru margir blómlegir bæir í dölunum tveimur.“

Í kafla 3.2.4. í 5. lið fari út orðið „og loðdýraræktar“, og bætist við 8. liður: „Efla fjölbreytileika í landbúnaði.“

Sveitarstjórn óskar eftir að upptaldar breytingar verði gerðar á tillögunni og hún lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

3. Deiliskipulag Sigtúni

Samþykkt samljóða að ráðast í deiliskipulagsgerð fyrir götuna Sigtún.

4. Viðauki við fjárhagsáætlun – Stofnfé hlutafélaga. Samþykkt samljóða.

5. Aðild að RS Raforku

Sveitarstjóra falið samþykkja erindi bréfsins um aðild sveitarfélagsins að fyrirhuguðum samningi.

6. Upplýsingastefna Vopnafjarðar – verk og kostnaðaráætlun. Lagt til að fulltrúi frá þessum hópi verði fengin til Vopnafjarðar í haust til að kynna verkefnið fyrir sveitastjórn. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.14:53.

 

Fundargögn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir