Fundargerð sveitarstjórnar 6. júní 2019

06.06 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 26 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 6. júní 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 16:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Íris Grímsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Í byrjun fundar var leitað afbrigða um að taka inn á dagskrá erindi frá Vegagerðinni og var það samþykkt samhljóða.

 

1.       Fundargerðir

 

a.       Stjórn Sambandsins 29. 5.

Lagt fram.

 

2.       Almenn mál

 

a.       Ráðning skrifstofustjóra

Sara Elísabet Svansdóttir kynnti sig fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða að ráða hana í starfið enda talin hæfust af þeim umsækjendum sem sóttu um. Sara Elísabet lauk M.Sc. gráðu í  ákvarðanaverkfræði /iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og B.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og Danmarks Tekniske Universitet árið 2006.  Að auki hefur Sara Elísabet sótt fjölda námskeiða s.s. innleiðing á jafnlaunastaðli 2019, gagnagreining og framsetning með Power BI 2018, stjórnendaþjálfun, Google Analytics, vefmarkaðssetning o.fl. Alls bárust 18 umsóknir um starfið.

b.       Úthlutunarreglur íbúða eldri borgara

Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta fundar.

c.       Breytingar á aðalskipulagi

Lagt til að lögbýlum 20-100 ha. að stærð verði heimilt að reisa fimm hús í stað fjögurra og að fuglaskoðunarhús geti verið allt að 20 fm, samþykkt samhljóða með þessum breytingum auk orðalagsbreytinga.

d.       Breytingar á íbúðum í Sundabúð

Teikning Björns Helgason af breytingum á skipulagi íbúðanna lagðar fram. Lagt til að skoðað verði að lengja eldhúsbekk í átt að hurðaropi á millivegg. Einnig lagt til að raflagnarteikningar verði lagðar fram. Samþykkt samhljóða.

e.       Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sl tveggja mánaða og svaraði spurningum sveitarstjórnarfulltrúa

f.        Efnistaka

Tekið fyrir erindi Vegagerðarinnar um efnistöku í Brunahvammshálsi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að heimila efnistökuna.

 

3.       Bréf til sveitarstjórnar

 

a.       Jósep Jósepsson

Sveitarstjórn þakkar bréfritara erindið en sér sér ekki fært að verða við tillögunni. Erindinu hafnað. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:51.

Fundargögn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir