Fundargerð sveitarstjórnar 19.september 2019

19.09 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 29 kjörtímabilið 2018-2022

 Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 19.september 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 Mætt til fundar: Íris Grímsdóttir, Sigurjón Hauksson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Stefán Grímur Rafnsson og Sigríður Bragadóttir.

 Einnig sátu fundinn Sara Elísabet Svansdóttir og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

1.       Fundargerðir

a.       2. fundur hreppsráðs 4.9.

Lagt fram

b.       3. fundur hreppsráð 16.9.

Lagt fram

Liður 1.a vef og upplýsingastefna

Samþykkt með afbrigðum að færa dagskrárliðinn aftast á dagskránna. Sveitarstjórn óskar eftir að hreppsráð verði falið að láta gera frekari verðkannanir varðandi gerð upplýsingastefnu og endurgerð heimasíðu í samhengi við yfirvofandi breytingar á skjalakerfi og stafrænu vinnuumhverfi hreppsins og leggi fyrir sveitarstjórn að nýju. Samþykkt samhljóða.

c.       Fræðslunefnd 28. 5.

Lagt fram.

d.       Fræðslunefnd 27.6.

Lagt fram. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með framkomnar breytingar á skólastarfi.

 2.       Almenn mál

a.       Uppgjör vangreiddra lífeyrisgjalda

Bókun sveitarstjórnar um viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram á fundi nr. 29 kjörtímabilið 2018-2022, fimmtudaginn 19. september 2019

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fagnar því að samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga við lífeyrissjóðinn Stapa sé í höfn og samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá lífeyrissjóðnum að fjárhæð kr. 28.183.938.-, sem greiðist til baka í þremur jöfnum greiðslum í upphafi árs 2020, 2021 og 2022. Höfuðstóll skal vera vaxtalaus en verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs í samræmi við lánstilboð lífeyrissjóðsins 6. september 2019 sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Er lánið tekið til þess að fjármagna greiðslu á höfuðstóli vangoldinna lífeyrisgreiðslna til starfsmanna sveitarfélagsins á tímabilinu 2005 til 2016 í samræmi við ákvörðun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar nr. 27, kjörtímabilið 2018-22, fimmtudaginn 20. júní 2019.

Jafnframt er Þór Steinarssyni, sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, kt. 270174-5319, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess, f.h. sveitarfélagsins Vopnafjarðarhrepps, að undirrita lánssamning og skuldabréf við Stapa lífeyrissjóð sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Þessu tengt þá samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2019 vegna uppgjörs á ógreiddum lífeyrissjóðsgjöldum til Stapa. Áhrif viðauka 2 á rekstur sveitarfélagsins nema 22 millj. kr., sem færast til hækkunar á launakostnaði.  Áður hafði sveitarfélagið gjaldfært 22 millj. kr. vegna málsins og fært til skuldar.  Viðauka 2 er mætt með lækkun handbærs fjár uppá 16 millj. kr. og lántöku uppá 28 millj. kr. Samþykkt með atkvæðum meirihluta, minnihlutinn situr hjá.

Minnihlutinn  bókar: Fulltrúar Samfylkingarinnar eru enn skýrir á sinni afstöðu og telja rétt að sveitarfélagið greiði alla skuldina frá 2005-2016; með raunávöxtun. Meirihlutinn ákvað að fara ekki þá leið og telur Samfylkingin að núverandi og fyrrverandi starfsmenn sveitarfélagsins séu með því sviknir um sín lífeyrisréttindi.

Það hefði verið rétt að halda opinn fund með þeim starfsmönnum sem verða fyrir lífeyrisskerðingunni þegar þess var óskað. Þannig hefðu lífeyrisþegar geta fylgst með gangi mála og sagt sína skoðun áður en málið yrði afgreitt.

Í ljósi þess hversu margir lífeyrisþegana sem málið snertir hafa mætt á þennan hreppsnefndarfund til að mótmæla má fastlega búast við því að forsvarsmenn Stapa endurskoði sína afstöðu.

 

b.       Fræðslunefnd – erindi frá Magnúsi Róbertssyni og Hafdísi Báru Óskarsdóttur varðandi úrsögn úr nefndinni.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og óskar eftir að framboðin leggi fram tilnefningu um nýja aðalmenn á næsta fundi sveitarstjórnar. Þangað til sitji varamenn fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða

c.       Fundartími sveitarstjórnar – erindi frá fulltrúum Betra Sigtúns

Fulltrúar Betra Sigtúns leggja til að fundir sveitarstjórnar verði haldnir kl 14:00 þriðja hvern fimmtudag í mánuði í stað þess sem verið hefur. Samþykkt að fresta til næsta fundar með atkvæðum Bjarts Aðalbjörnssonar, Sigurjóns Haukssonar, Björns Heiðars Sigurbjörnssonar og Sigríðar Bragadóttur. Á móti eru Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Íris Grímsdóttur.

 

3.       Bréf til sveitarstjórnar

a.       Frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.

Vísað til Skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 17:21.

Fundargögn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir