Fundargerð sveitarstjórnar 29. október 2019

29.10 2019 - Þriðjudagur

Fundur nr. 31 kjörtímabilið 2018-2022

 

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 29. október 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 11:00. 

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Íris Grímsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri og Þór Steinarsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Uppgjör við Stapa lífeyrissjóð og stefna til greiðslu skaðabóta.

 

Lögð er fram eftirfarandi tillaga:

Sveitarstjórn gerir upp öll þau iðgjöld og vexti sem vantar til að gera sjóðsfélaga Stapa og starfsfólk sveitarfélagsins jafnsett öðrum sjóðsfélögum vegna mistaka sem áttu sér stað við greiðslu og innheimtu iðgjalda á árunum 2005-2016. Sveitarstjórn lítur svo á að lífeyrissjóðurinn beri hluta ábyrgðar og mun stefna honum til greiðslu skaðabóta vegna þeirra mistaka sem áttu sér stað við innheimtu gjaldanna.

Sveitastjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir jafnframt á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 70.812.309, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 77.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnun á uppgjöri á lífeyrissjóðsgöldum við Stapa lífeyrissjóð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þór Steinarssyni, sveitarstjóra, kt. 270174-5319 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vopnafjarðarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Lagður er fram viðauki 3. við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, sem hljóðar svo:

Viðauki 3 :
Uppgjör við Stapa lífeysissjóð :
(Bakfærður viðauki 2)
Samþykkt greiðsla vegna vangoldinna lífeyrssjóðsgjalda ‐44.183.938
Útgjaldaauka þannig mætt :
Skuldabréf til 3 ára ‐28.183.938
Lækkun á handbæru fé ‐16.000.000
‐44.183.938

Gjaldfært áður í rekstri ‐22.000.000
Gjaldfært árið 2019 ‐22.183.938
‐44.183.938

Samþykkt greiðsla vegna vangoldinna lífeyrssjóðsgjalda 77.000.000
Útgjaldaauka þannig mætt :
Skuldabréf 77.000.000
77.000.000

Gjaldfært áður í rekstri 22.000.000
Gjaldfært árið 2019 55.000.000
77.000.000

Tillagan er borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.11:28.

Fundargögn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir