Fundargerð sveitarstjórnar 13.febrúar 2020

15.02 2020 - Laugardagur

Fundur nr. 35 kjörtímabilið 2018-2022


Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 13. Febrúar 2020 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

Mætt til fundar: Íris Grímsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason, Bárður Jónasson og Sigríður Bragadóttir.

Einnig sat fundinn Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi – samtal við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón lögreglunnar á Austurlandi.
a. Hjalti Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn og Hjörtur Davíðsson og Arnar Ingólfsson lögreglumenn á Vopnafirði mættu á fund sveitarstjórnar. Lögð voru fram drög að stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi og spurningum sveitarstjórnar svarað. Töluverð umræða fór fram um stefnuna og störf lögreglunnar á Austurlandi og Vopnafirði. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framlögð drög og þakkar gestum fyrir heimsóknina.
2. Heimasíða og upplýsingastefna sveitarfélagsins.
a. Ákveðið að ráðast í gerð nýrrar heimasíðu, heildarmörkun og upplýsingastefnu fyrir sveitarfélagið í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Kólófón og Greip Gíslason á forsendum þeirra gagna og áætlana sem lagðar hafa verið fram. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.17:08.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir