Fundargerð húsnæðisnefndar 25. mars 2014

27.03 2014 - Fimmtudagur

Fundagerð húsnæðisnefndar Vopnafjarðar 25. mars 2014

Haldinn í Miklagarði kl. 16:00

Mætt eru: Halldóra S. Árnadóttir, Ásrún Jörgensdóttir, Hafrún Róbertsdóttir, Pétur Jónsson og Sandra Konráððsdóttir.

1.      mál. Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna. Óskað var eftir ritara á þessum fundi og tók Pétur það að sér.

 

2.      mál. Síðasta fundargerð lögð fram og síðan samþykkt.

 

3.      mál. Farið yfir nýjar reglur og fyrirkomulag úthlutunar. Nefndin samþykkir þær reglur og fyrirkomulag.

 

4.      mál. Uppsögn á íbúð að Þverholti 14 frá Sigurbjörgu Halldórsdóttur. Uppsögn tekur gildi frá 1. apríl 2014.

 

5.      mál. Uppsögn á íbúð við Kolbeinsgötu 55 frá Fanneyju Hauksdóttur. Uppsögn tekur gildi frá 1. apríl 2014.

 

6.      mál. Eldri umsóknir teknar til umfjöllunar. Farið yfir eldri umsóknir og þeim aðilum sent bréf og óskað eftri frekar gögnum.

 

7.      mál. Nýjar umsóknir teknar fyrir. Þær eru frá Bryndísi Bjarnadóttir, Jónínu Gísladóttir, Stanislawa Burba, Svandísi Hlín Viðarsdóttir og Selju Janthong og Sigurði G. Sigurðssyni. Frá þessum umsækjendum verður óskað eftri frekari gögnum.

 

8.      mál. Umsókn um íbúð í Sundabúð frá Helgu Jónsdóttur frá Sunnudal. Engin íbúð er laus og verður umsóknin tekin til umfjöllunar síðar.

 

9.      mál. Umsókn um flutning innan Sundabúðar frá Birni Pálssyni. Engin íbúð er laus og verður umsóknin tekin til umföllunar síðar.

 

10.  mál. Önnur mál. Vantar fleiri íbúðir.

 

Fleira ekki á dagskrá,

Fundi slitið 17:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir