Fundargerð húsnæðisnefndar 15. maí 2014

16.05 2014 - Föstudagur

Fundagerð húsnæðisnefndar 15.maí 2014.

Formaður setur fundinn og býður fundamenn velkomna.

Mættir eru : Halldóra Árnadóttir, Hafrún Róbertsdóttir, Sandra Konráðsdóttir, Pétur Jónsson og Silvía Björk Kristjánsdóttir.

1.    Þórunni Björnsdóttur var sagt upp leiguhúsnæði við Kolbeinsgötu 55 frá 1. júní 2014, sökum þess að ekki bárust frá henni gögn um umsókn um félagslegt húsnæði.

2.    Eftirfarandi fjórar umsóknir um félagslegt húsnæði á Vopnafirði voru teknar fyrir á verkefnastjórnarfundi félagsþjónustunnar 15.maí 2014. Niðurstöður bókananna byggja á upplýsingum frá umsækjendum og faglegu mati Guðrúnar Helgu Elvarsdóttur, ráðgjafa, sem komið hefur að vinnslu umsóknanna.

a)    Umsókn Sveinhildar Rúnar Kristjánsdóttur, kt. 060890 – 3319. Niðurstaða verkefnastjórnarfundar er að mæla með því að húsnæðisnefnd Vopnafjarðarhrepps að Sveinhildi Rún verði úthlutað leiguíbúð að Þverholti 14, sem er laus til útleigu nú þegar.

b)    Umsókn Jónínu Sigurlaugar Gísladóttur, kt. 130269 – 4279. Niðurstaða verkefnastjórnarfundar er að mæla með því við húsnæðisnefnd Vopnafjarðarhrepps að Jónínu verði úthlutað leiguíbúð að Kolbeinsgötu 55, sem laus er til útleigu nú þegar.

c)    Umsókn Stanislawa Burba kt, 281178 – 2569. Niðurstaða verkefnastjórnar er að mæla með því við húsnæðisnefnd Vopnafjarðarhrepps að Stanislawa verði úthlutað leiguíbúð að Kolbeinsgötu 55, sem laus er til útleigu 1. september n. k. Fjölskyldan flutti til Vopnafjarðar í ágúst 2013 og hefur því búið í sveitarfélaginu í eitt ár þegar að afhendingu íbúðar kemur.

d)    Umsókn Selju Janthong kt. 310186 – 2019 og Sigurðar Grétars Sigurðssonar kt. 120287 – 2739. Niðurstaða verkefnastjórnarfundar er mæla með því við húsnæðisnefnd Vopnafjarðarhrepps að Selju og Sigurði verði synjað um leigu á þeim félagslegu leiguíbúðum sem nú eru til úthlutunar.

Samþykkt einróma af húsnæðisnefnd Vopnafjarðarhrepps.

Silvía Björk Kristjánsdóttir ritaði.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir