Fundargerð húsnæðisnefndar 15. júní 2012

16.06 2012 - Laugardagur

13. Fundur húsnæðisnefndar haldinn í Miklagarði 15.06. 2012

1. mál.  Síðasta fundargerð samþykkt.

2. mál. Varaformaður setur fundinn.  Lagt er fram bréf sem var sent til sveitarstjóra varðandi úthlutun íbúðar að Kolbeinsgötu 55. Bréfið er dagsett 10.06 2012 og móttekið 11.06.2012. Sveitarstjóri vísaði bréfinu til umfjöllunar í húsnæðisnefnd Vopnafjarðar.

3. mál. Við umfjöllun þessa máls vék varaformaður Halldóra Sigríður Árnadóttir af fundi, og í hennar stað tók Pétur Valdimar Jónsson við.

4. mál. Eftir ýtarlega umfjöllun í nefndinni, telur nefndin að fyrri ákvörðun sem  tekin var á fundi þann 08.06. 2012 skuli standa.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Hafrún Róbertsdóttir

Ásrún Jörgensdóttir

Halldóra S. Árnadóttir

Sandra Konráðsdóttir

Silvía B. Kristjánsdóttir

Pétur Valdimar Jónsson
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir