Fundargerð húsnæðisnefndar 13. september 2012

14.09 2012 - Föstudagur

15. fundur húsnæðisnefndar, haldinn í Miklagarði 13.09.2012

 

1.       mál: Fundargerð síðasta fundar lögð fram og hún síðan samþykkt.

 

2.       mál: Jónína R. Björgvinsdóttir sækir um íbúð í Sundabúð. Óskar hún eftir íbúð no. 205 þegar hún losnar. Íbúðin er ekki laus að svo stöddu og verður umsókn hennar tekin fyrir síðar.

 

3.       mál: Ólöf Helgadóttir og Sigurður Björnsson sækja um hjónaíbúð í Sundabúð 2 en sú íbúð er ekki laus. Nefndin úthlutar þeim hjónaíbúð í Sundabúð 1, sem er þegar laus.

 

4.       mál: Katrín Sigurðardóttir, kt. 111036-5279, sækir um einstaklingsíbúð í Sundabúð. Íbúð no. 22 er laus og nefndin úthlutar henni þá íbúð.

 

5.       mál: Guðrún Steingrímsdóttir, kt. 010659-4779, sækir um leiguíbúð í Sundabúð.

Ritari, Hrönn Róbertsdóttir, víkur af fundi og Halldóra S. Árnadóttir tekur við af henni.

 

Á fundi húsnæðisnefndar Vopnafjarðarhrepps 13. sept. 2012 var tekin ákvörðun um að úthluta Guðrúnu Steingrímsdóttur, kt. 010659-4779, íbúð no. 23 í Sundabúð. Ákvörðunin er tekin í samráði við félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs og með hliðsjón af reglum Félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs um félagslegar íbúðir. Þær reglur gilda fyrir Vopnafjarðarhrepp. Guðrún er öryrki og þarf sökum þess umfangsmikinn stuðning til daglegs lífs. Forsendur hennar til búsetu á opnum leigumarkaði eru því skertar. Guðrún Steingrímsdóttir var eini umsækjandinn um ofangreinda íbúð.

 

Í íbúð no. 23 er íbúi sem samþykkt hefur að færa sig yfir í íbúð no. 33 á þeim grundvelli að það henti Guðrúnu Steingrímsdóttur betur.

 

Húsnæðisnefnd leggur til að hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps afgreiði málið með þessum hætti.

 

Halldóra Árnadóttir, ritari – fleira ekki tekið fyrir.

 

Mættar til fundar: Hafrún Róbertsdóttir, Hrafnhildur Ævarsdóttir, Ásrún Jörgensdóttir, Halldóra S. Árnadóttir og Sandra Konráðsdóttir.

 

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir