Jafnréttisnefnd


Jafnréttisnefnd Vopnafjarðarhrepps kom saman til fundar mánudaginn 21. júní sl. Fundargerðina má finna hér.

Jafnréttisnefnd  1. fundur 2010.

 

Fundur var haldinn í Miklagarði kl.13 mánudaginn 12. júní. 

 

Á fundinn mættu skipaðir fulltrúar:  Ágústa Þorkelsdóttir, Ása Sigurðardóttir, Dagný Sigurjónsdóttir og Höskuldur Haraldsson,  Sara Jenkins boðaði forföll.

 

Auk þess mættu Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri og Þórunn Egilsdóttir oddviti.

 

Dagskrá:

1. mál.

Sveitarstjóri og oddviti ávörpuðu fundarmenn og kvöttu til starfa.

Almenn umræða var um jafnréttismál og kom fram vilji nefndarmanna til að vinna skipulega að því að greina stöðu jafnréttismál í sveitarfélaginu og leggja til ráð til úrbóta ef þörf krefur.  Einnig var rætt um ýmsar hliðar jafnréttis, s.s. jafnrétti hópa innan samfélagsins, ekki loka jafnréttisumræðu í viðjum jafnréttis karla og kvenna.

Mun jafnréttisnefnd snúa sér að jafnrétti almennt hjá sveitarfélaginu og einnig var komið inn á jafnrétti karla og kvenna í störfum SSA.

 

2.mál.

Kosningar:

Kosning formanns.  Stungið var upp á Söru Jenkins og var hún kosin samhljóða.

Varaformaður var kosinn Höskuldur Haraldsson

Ritari kosinn Ágústa Þorkelsdóttir.

 

3. mál.

Samþykktir fyrir jafnréttisnefnd.

Sveitarstjóri lagði fram drög að samþykktum  fyrir Jafnréttisnefnd og einnig drög að Jafnréttisáætlun Vopnafjarðarhrepps.  Nokkrar umræður urðu og vörpuðu fundarmenn fram hugmyndum og skoðun.  Rætt var um jafnrétti hópa, jafnrétti innan fyrirtækja, hlutastörf, yfirvinnu, aukavinnu, álag, langan vinnutíma, en allt hefur þetta áhrifa á launamisvægi milli kynja og aldurshópa á vinnumarkaði.   Ákveðið að nefnarmenn færu vel yfir framlögð gögn og leituðu fleirri gagna ef þurfa þætti.  Vinna að lokagerð jafnréttisáætlunar og fylgja því máli eftir í sveitarstjórn sem allra fyrst. 

 

4. mál

Næst fundur.

Ákveðið að athuga með fund í jafnréttisnefnd 20.ágúst ( en óvíst hvort það tekst vegna sumarleyfa). Einnig var rætt um að finna fastan tíma fyrir fundi nefndarinnar, þannig að henta nefndarmönnum öllum.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14

 

Fundarritari   Ágústa Þorkelsdóttir.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir