Fundargerð landbúnaðarnefndar 14. mars 2016

13.04 2016 - Miðvikudagur

Fundargerð landbúnaðarnefndar dags. 14. mars 2016


Mættir eru Friðbjörn Haukur, Svanur Arthúrs, Sigurjón Haukur,Sigurþóra Hauksdóttir, Geir Þóroddsson, Jóhanna Guðjónsdóttir sem ritar fundargerð.

Fyrsta mál á dagskrá.

1. Umsókn um hreindýraeldi í Vopnafirði

Talsverð umræða var um umsóknina og skýrslu frá umhverfis og auðlindarráðuneytinu sem starshópur um hreindýraeldi vann. Fram kemur í skýrslunni að verði hreindýraeldi heimilað
þá verði að útiloka möguleika á samgangi eldisdýra við villt hreindýr, í ljósi þess getum við ekki mælt með umsókninni nema að fyrir liggi ítarlegri gögn um hreindýraeldið.
Landbúnaðarnefnd telur nauðsynlegt að umsækjendur sitji fund með nefndinni.

Ekki fleiri mál á dagskrá. Fundi slitið 14:58.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir