Fundagerð landbúnaðarnefndar 22. apríl 2016

29.04 2016 - Föstudagur

Fundargerð


Föstudaginn 22. apríl 2016 kl. 12:00 kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar á skrifstofu sveitarstjóra Hamrahlíð 15.

Mætt voru: Friðbjörn H. Guðmundsson, Sigurþóra Hauksdóttir, Sigurjón Hauksson, Gauti Halldórsson og Jóhanna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð. Þá sátu fundinn Stefán Grímur Rafnsson  oddviti, Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri, Björn Magnússon og Stefán H. Magnússon.


Friðbjörn H. Guðmundsson stjórnaði fundi og gengið var til dagskrár.


1.    Sveitarstjóri og oddviti boðuðu landbúnaðarnefnd á sinn fund ásamt Stefáni Magnússyni og Birni Magnússyni.  Umræðuefnið var hreindýraeldi sem þeir Stefán Hrafn og Björn hyggjast stofn til á Vopnafirði.
Talsverðar umræður urðu um málið. Ekki kom þó fram hjá þeim félögum hvar hreindýraeldið á að vera. Skipst var á skoðunum um sjúkdóma og einnig hvernig bæta eigi þeim sem arð og aðrar tekjur hafi af hreindýraveiðum.
Stefán og Björn fara af fundi

2.    Bréf sem varðar girðingu og skilaréttina í Teigsnesi:

Í ljós hefur komið að læna eða kvísl sem tengist Hofsá er smásaman að dýpka. Veldur það auknu vatnsrennsli í gegnum fjárhólfið þar sem fé er geymt og í átt að skilaréttinni.  
Varaformaður lagði fram eftirfarandi bókun:


„Þann 20. apríl sl. hafði Bragi Vagnsson Bustarfelli samband við undirritaðan og óskaði eftir við Landbúnaðarnefnd að hún tæki málið fyrir og gerði ráðstafanir. Taldi Bragi að bregðast þyrfti við strax og loka þessum farvegi við Hofsá sem fyrst. Annars séu  girðing að hluta og jafnvel skilaréttin sjálf í hættu þegar vatnavextir koma í Hofsá nú á vordögum.“
Þetta tilkynnist hér með.
Friðbjörn H. Guðmundsson, varaformaður

Allir fundarmenn sammála að ganga þurfi í málið áður en skemmdir verða.

Ekki fleiri mál á dagskrá, fundi slitið kl. 13:05
Jóhanna Guðjónsdóttir, fundarritari
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir