Fundargerð landbúnaðarnefndar 09. ágúst 2018

31.08 2018 - Föstudagur

Fundur nr. 1 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í landbúnaðarnefnd Vopafjarðarhrepps þriðjudaginn 09. ágúst 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 19:00.

 

Mætt til fundar: Sigurjón H. Hauksson. Sigurþóra Hauksdóttir, Eyþór Bragi Bragason, Jóhann L. Einarsson, Silvia Windman, Geirmundur V, Jónsson, Haukur Georgsson, Svanur Arthúrsson, og fyrir hönd Fljótsdalshéraðs Freyr Ævarsson og Benedikt Arnórsson.

 

Formaður setti fund og síðan var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

 

1. mál: Smölun á Böðvarsdalsafrétt Benedikt og Freyr koma til fundarinns vegna fyrirkomulags á smölun í Böðvarsdalsafrétt eftir breyttar aðstæður frá síðasta ári.

Greitt hefur verið fyrir 24 dagsverk samk. upplýsingum frá Frey.

Búist er við mikilli fækkun á fé í afréttinni.

Leggja þeir til ásamt Hlíðarmönnum að Vopnafjarðarhreppur taki stærri þátt með greiðslum og sætta sig við helmingaskipti milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs, og að plan verði gert til 2-3 ára þar sem ekki er vitað hvernig fjárgengd þróist í afréttinni.

Hlíðarmenn lögðu 16 menn í fyrri göngu og 8 í þá seinni.

Leggur fundurinn til að helmingaskipt verði og 12 menn lagðir í fyrri göngu og 6 í seinni og gangnastjóri fundinn og stingur Benedikt uppá Árna Jóni Þórðarsyni á Torfastöðum.

1.mál borið upp til atkvæða og samhljóða samþykkt.

 

2. mál – önnur mál: Samþykkt að að fara í Böðvarsdalsafrétt þann 8.sept og Eyvindastaðaafrétt þann 22.sept.

Verðandi gangnastjóri hafi samband við fjallskilastjóra í Vopnafirði.

Benedikt leggur til að Fagridalur verði settur í gangnaseðil í Vopnafirði þar hafa verið 11 í fyrstu göngu og 8 í þeirri seinni samtals, hluti Vopnfirðinga 6 dv.

 

Næsti fundur ákveðinn14/8 kl 19.00

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 22.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir