Fundargerð landbúnaðarnefndar 14. ágúst 2018

31.08 2018 - Föstudagur

Fundur nr. 2 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í landbúnaðarnefnd Vopafjarðarhrepps þriðjudaginn 14. ágúst 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 19:00.

 

Mætt til fundar: Sigurjón H. Hauksson, Sigurþóra Hauksdóttir, Geirmundur V. Jónsson, Eyþór B. Bragason, Silvia Windman, Svanur Arthúrsson, Jóhann L. Einarsson og Haukur Georgsson.

 

Formaður setti fund og síðan var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

 

1. mál: Gangnaseðill.

Gangnaseðill haustsins kynntur og litlar breytingar gerðar

Gert að tillögu um að dagsverk verði hækkað úr 15 þús. í 18 þús. kr. samþykkt samhljóða.

 

2. mál: Önnur mál.

Framvegis verða heiðar í Vopnafirði gefnar upp frá og með hrútamessu 11. nóv hvers árs og finnist fé á heiðum eftir það og því komið til byggða er heimilt að innheimta gjald fyrir það að upphæð 5000 kr. fyrir hverja kind og þarf það að vera samþykkt af fjallskilastjóra samkvæmt 21. grein fjallskilasamþykkta Múlasýslna. Vopnafjarðarhreppur á svo endurkröfurétt á fjáreiganda

Tillaga samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 21:30.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir