Fundargerð landbúnaðarnefndar 20.febrúar 2019

21.11 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 4 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í landbúnaðarnefnd Vopafjarðarhrepps miðvikudaginn 20. Febrúar 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 19:30.

 

Mætt til fundar eru

Sigurjón H. Hauksson

Jóhann L. Einarsson

Svanur Arthúrsson

Silvia Windman

Geirmundur V. Jónsson

Sigurþóra Hauksdóttir

Eyþór B Bragason

Formaður setur fundinn og gengið til dagskrár

Dagskrá

  1. Mál. Minkaveiðar þar sem boð hefur komið til nefndar um þjónustu sem felst í

að maður að nafni Stefán Bragi Birgirsson býður að koma og leita að mink með hundum.

Málið rætt frá ýmsum hliðum og ákveðið er að Sigurjón sæki kosnaðaráætlun og ræði við veiðfélög í Hofsá, Vesturdalsá og Selá um þáttöku í kostnaði.

Samþykkt með 6 atkvæðum og einn á móti.

2.Mál.  Lagt er til að fundur verði haldinn með gangnastjórum um komandi haust varðandi mönnun í göngur.

Samþykkt með öllum atkvæðum.

3.Mál.  Heiðarkofar og aðgangur að þeim

 

Eyþór yfirgefur fundinn kl 20:30.

            4.Mál. Refa og minkaveiði og grenjavinsla fá sundurliðun á kostnaði.

Fundi slitið 20.41

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir