Fundargerð menningarmálanefndar 08. júní 2015

26.06 2015 - Föstudagur

Menningarmálanefndarfundur 8.6.15


Fundur hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Steingrímur R. Árnason, Ingólfur Daði Jónsson, Elísa Joensen, Hreiðar Geirsson og Berghildur Fanney Hauksdóttir, menningarmálafulltrúi ásamt Tómasi Guðjónssyni, framkvæmdarstjóra Vopnafjarðardaga.


Ingólfur Daði ritaði fundargerð.


1.Mál: Vopnaskak.
Rætt um Vopnaskak. Rennt var yfir dagskránna í grófum dráttum og tilkynnt m.m.n ef eitthvað hafði ekki gengið upp sem ákveðið var á síðasta fundi. t.d. Skemmtikraftar sem urðu dýrari og ákveðið var að afpanta. Einnig rætt um hlutverk hverfisstjóranna, sem eiga að halda utan um kjötsúpu í sínu hverfi og skreytingar, með því að hvetja fólk til að skreyta og hjálpa ef þarf. Ákveðið að heyra í líklegum kandidötum sem fyrst.


2.Mál: 17 júní Hátíðarhöld.
Menningarmálafulltrúi tilkynnti m.m.n að Einherji væri ekki með 17.júní kaffið eins og fyrri ár. Rætt var hvað ætti að vera í staðinn, hver ætti að vera með hátíðarræðu, hver væri fjallkona og annað sem kemur að þessum degi. Menningarmálafulltrúa var falið að klára það sem viðkemur þessum viðburði.

Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 18:20.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir