Fundargerð menningarmálanefndar 11. ágúst 2015

04.09 2015 - Föstudagur

Menningarmálanefndarfundur 11.8.15


Fundur hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Hreiðar Geirsson og Örn Björnsson í stað Steingríms. Ekki fékkst varamaður fyrir Elísu.


Ingólfur Daði ritaði fundargerð.


1.Mál: Fyrirspurn Klassart um tónleika:
Hljómsveitin er að fara að túra um Bandaríkin í september og vildu þau halda eina tónleika hér í lok ágúst áður en þau fara út. Þau héldu m.a. útgáfutónleika í Miklagarði snemma árs 2014 við góðar undirtektir. Samþykkt að halda tónleika föstudaginn 28. ágúst og menningarmálafulltrúa falið að klára þetta mál.


2.Mál: Dagar myrkurs 2015:
Farið yfir drög að dagskrá DM15 svo menningarmálafulltrúi og nefnd getið byrjað tímanlega að vinna í dagskrá DM15


3,Mál. Vopnaskak 2015:
Farið yfir hvernig framkvæmd Vopnaskaks gekk. Rennt yfir dagskrá og punktað niður hvað heppnaðist vel og hvað mátti betur fara. Heilt yfir var nefndin ánægð með hátíðina.

Ekkert meira á dagskrá. Fundi slitið 19:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir