Fundargerð menningarmálanefndar 23. september 2015

19.10 2015 - Mánudagur

Menningarmálanefndarfundur 23.9.15


Fundur hófst 16:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Steingrímur Róbert Árnason, Hreiðar Geirsson og Elísa Joensen og Berghildur Fanney Hauksdóttir, menningamálafulltrúi

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.


1.Mál: Erindi Else Möller um Múlastofu.
Tillaga barst frá Else Möller um að breyta rými Múlastofu yfir vetrarmánuðina svo að hægt sé að nýta salinn sem fundarstað. Nefndin sammála um að ekki sé skortur á fundarstöðum í bænum og erfitt að koma þessu í framkvæmd. Ef nýta ætti salinn betur þyrfti að taka niður mjög stóran part af sýningunni sem þar er og koma henni í einhverja góða geymslu en geymslupláss hjá hreppnum er af skornum skammti. Nefndin þó sammála um að skoða mætti möguleika á nýtingu salarins án þess að taka niður sýninguna.
2.Mál. Umræða um styrk til menningarverkefnis


Samningur á milli Austurbrúar og SSA “Styrking vegna fjarlægðar - Djúpivogur og Vopnafjörður” um styrk til menningarverkefnis. M.m.f.  kynnti fyrir m.m.n. hugmyndir um nýtingu styrksins. Allir sammála um að vinna frekar að þessu. M.m.f. falið að ræða við sveitastjóra, Austurbrú og að fylgja þessu eftir.


3. Mál  Dagar myrkurs 2016
Unnið áfram í dagskrá DM16 sem verða í nóvember.


4. Mál. Umsóknareyðublað og reglur varðandi styrkumsóknir.
Ákveðið að útbúa umsóknareyðublað fyrir styrkumsóknir til menningarmálanefndar og hafa aðgengilegt á vef sveitarfélagsins. Menningarmálafulltrúa falið að afgreiða það.

5, Mál Önnur mál
Möguleikinn á jólatónleikum ræddur og m.m.f. falið að kanna það mál og kostnað við það.
Önnur mál rædd lítillega.

Ekki fleira á dagskrá, fundi slitið 18:40
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir