Fundargerð menningarmálanefndar 05. nóvember 2015

21.11 2015 - Laugardagur

Menningarmálanefndarfundur 5.11.15

 

Fundur hófst 16:30 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Steingrímur Róbert Árnason, Ingólfur Daði Jónsson, Hreiðar Geirsson, Elísa Joensen og Berghildur Fanney Hauksdóttir menningarmálafulltrúi.
Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

1. mál: Umræður um DM16
DM gerðir upp, kostnaður, hvað betur mætti fara o.s.frv. Heilt yfir er menningarmálanefnd mjög ánægð með DM16.

2. mál. Rithöfundarlestin.
27.nóv kemur rithöfundalestin til Vopnafjarðar eins og undanfarin ár. Um er að ræða 5-10 rithöfunda sem verða að “túra” um Austurland þessa daga. Rætt um kostnað og staðsetningu þar sem Skemmtifélagið er með Miklagarð þessa helgi. M.m.f. falið að ganga frá húsnæðismálum.

3. mál Kveikt á jólatrénu 29.Nóv
Rætt um breytingar á þessum viðburði og nefndin sammála um að leggja meiri áherslu á viðburðinn sem skemmtun fyrir börnin.

4. mál. Dagskrá 23.des
Menningarmálanefnd sammála um að viðburðir þann 23.des séu ekki í höndum nefndarinnar heldur hafi einkaaðilar í bænum kost á að sjá um það eins og það var hér á árum áður.

5.mál. Jólaball á milli jóla og nýárs.
Umræða um jólaball á milli jóla og nýárs. Hugmyndir ræddar um að sameina ball í Staðarholti og í Miklagarði í eitt jólaball, mögulega að ballið yrði í Staðarholti annaðhvert ár og Miklagarði hitt. M.m.n. sammála um að kanna vilja á sameiningu. Rætt um mögulegar styrkveitingar til kvenfélagsins á móti.

Ekkert meira á dagskrá fundi slitið 18:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir