Fundargerð menningarmálanefndar 21. mars 2016

13.04 2016 - Miðvikudagur

Menningarmálanefndarfundur 21.3.16

Fundur hófst 16:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Hreiðar Geirsson, Elísa Joensen og Berghildur Fanney Hauksdóttir menningarmálafulltrúi.

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

1.    Mál: Bókun viðburða á Vopnaskaki:

Gerðir verða skriflegir samningar við alla stærri skemmtikrafta á Vopnaskaki. M.m.f. kom með skriflega samninga fyrir eftirfarandi skemmtikrafta: Sirkus Íslands, Jón&Erla, Sniglabandið, Todmobil.
Farið yfir og samþykkt samhljóða.

2.    Mál: Umsókn um styrk frá Kirkju- og karlakór Vopnafjarðar
Kirkju- og karlakór Vopnafjarðar óska eftir 300þ kr. styrk fyrir tónleikaferð til Reykjavíkur þann 16. apríl. Málið rætt og samþykkt að veita þeim styrk.

3.    Mál: Önnur mál:
Haldið áfram að ræða Vopnaskak

Engin önnur mál á dagskrá fundi slitið 18:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir