Fundargerð menningarmálanefndar 18. janúar 2016

28.04 2016 - Fimmtudagur

Menningarmálanefndarfundur 18.1.16

Fundur hófst 16:30 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Steingrímur Róbert Árnason, Ingólfur Daði Jónsson, Hreiðar Geirsson, Elísa Joensen og Berghildur Fanney Hauksdóttir menningarmálafulltrúi.
Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

1. mál: Fjárhagsáætlun 2016.
M.m.f. lagði fram þá liði úr fjárhagsáætlun sem snúa að menningarmálanefnd.

2. mál: Vopnaskak 2016
Undirbúningur hafinn fyrir Vopnaskak 2016. Ákveðið að hafa hátíðina með svipuðu sniði og í fyrra.

3. mál: Riff Kvikmyndahátíð.
Rætt um mögulega RIFF kvikmyndahátíð dagana í kringum 27. - 31. jan. Um er að ræða tvo stuttmyndapakka og einn lengri “stuttmyndapakka” sem inniheldur tvær bíómyndir.

4. mál. Drög að menningardagatali fyrir Vopnafjörð 2016.
Farið yfir mögulega menningarviðburði og hvernig þeir deilast á árið.

Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 18:30.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir