Fundargerð menningarmálanefndar 9. mars 2016

28.04 2016 - Fimmtudagur

Menningarmálanefndarfundur 9.3.16


Fundur hófst 16:45 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Hreiðar Geirsson, Elísa Joensen og Berghildur Fanney Hauksdóttir menningarmálafulltrúi.


Ingólfur Daði ritaði fundargerð.


1.Mál: Breytingar á skipun aðalmanna í menningarmálanefnd.
Formaður m.m.n tilkynnti nefndinni að Steingrímur Róbert Árnason hafi sagt sig úr nefndinni.
m.m.n. og m.m.f þakkar honum fyrir gott samstarf.
2.Mál. Framkvæmdarstjóri Vopnaskaks.
Ein umsókn barst. Umsókn rædd og tekin ákvörðun um að neyta henni.
3.Mál. Bókun hljómsveita fyrir bæjarhátíð Vopnaskaks.
Rætt um mögulegar hljómsveitir fyrir hofsballið og hverja ætti að bóka.. M.m.f. falið að ganga frá bókuninni. Einnig rætt um aðra stóra viðburði sem panta þarf tímanlega og er m.m.f. falið að vinna áfram í því.
4.Mál. Gerð grein fyrir reikningum Vopnaskaks frá 2015.
M.m.f. afhenti m.m.n uppgjör Vopnaskaks 2015. Farið yfir allt með því markmiði að standa sig jafn vel eða betur á komandi hátíð.
5.Mál Stefnumótun í menningarmálum fyrir Vopnafjarðarhrepp.
Ákveðið að hafa vinnufund sem fyrst að klára þennan lið.
6.Mál. Nýr styrktarsamningur HB Granda.
M.m.f. kynnti fyrir m.m.n nýjan samning á milli Vopnafjarðarhrepps og HB Granda. Felur það meðal annars í sér að styrktar upphæð Granda til menningarmála á Vopnafirði hækkar frá 700.000 í 1.000.000 á ári og er til 2020. Allir sammála þessum samning, m.m.f. falið að klára þetta mál.

Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 18:45
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir