Fundargerð menningarmálanefndar 17. maí 2016

21.07 2016 - Fimmtudagur

Menningarmálanefndarfundur 17.5.16

Fundur var haldin í miklagarði og hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Hreiðar Geirsson, Elísa Joensen og Berghildur Fanney Hauksdóttir menningarmálafulltrúi.
Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

1. Mál: Bréf frá Signý Ormarsdóttur varðandi listamann frá Noregi.
Vopnafjörður hefur tækifæri á því að fá listamann frá Noregi í gegnum Austurbrú. Eina sem Vopnafjörður þarf að afla er húsnæði. Hver bær hefur almennt listamann í 3 ár og er hann í 2-4 vikur í senn. M.m.f. falið að athuga með húsnæði og ganga á eftir þessu máli.

2. Mál. Bréf frá Kolbrúnu Gísladóttir varðandi símaklefann.
Kolbrún óskar eftir að fá að nota símaklefann sem stendur á milli landsbankans og hárgreiðslustofunnar Sóló. T.d. sem skiptibókamarkað eða jafnvel til upplýsinga um Vopnafjörð. Þyrfti m.a. að merkja hann og setja upp hillur og óskar hún eftir 50þ króna styrk. m.m.n. og m.m.f. finnst þetta flott hugmynd og samþykkir að veita styrkinn.

3. Mál. Vopnaskak 2016
Farið yfir dagskrá Vopnaskak 2016 og hún rædd vel og ýtarlega.

Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 19:20
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir