Fundargerð menningarmálanefndar 03. apríl 2017

05.05 2017 - Föstudagur

Fundur var haldin í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Hreiðar Geirsson, Elísa Joensen Creed og Berghildur Fanney Hauksdóttir menningarmálafulltrúi.

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

1. Mál: Auglýsing vegna styrkumsókna

Menningarmálafulltrúi las upp auglýsingu til umsóknar styrki til menningarstarfs. Annars vegar er um að ræða verkefnastyrki og hins vegar styrki til almennrar liststarfsemi. Umsækjendur verða að tengjast Vopnafirði með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram á Vopnafirði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi á Vopnafirði. Afgreiðsla styrkumsókna mun liggja fyrir fyrir 1. júní 2017. Samþykkt samhljóða. Einnig samþykkt að augýsa styrktarumsókn með dreifibréfi. Héðan í frá verða styrkir sem þessir veittir fjórum sinnum á ári og aðeins auglýstir á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

 

2. Mál: Styrkumsókn fyrir Konukvöld. Sandra Konráðsdóttir

Menningarmálanefnd tekur mjög jákvætt í að styðja við konukvöld á Vopnafirði og mun gera það. Það sem menningarmálanefnd leggur til er að nefndin greiði fyrir uppsett verð trúbadors (laun trúbadors), greiði fyrir Miklagarð og sjáum um aðgangssölu á ball, en fær í staðinn innkomu af þeim sem koma eftir borðhald á ballið. Með öðrum orðum: Menningarmálanefnd/Hreppurinn sér um ballið. M.m.f. falið að klára málið.

 

3. Mál: Plattinn á minnisvarðanum um Gunnar Gunnarsson

Áður hefur verið ákveðið að kaupa nýjan platta á minnisvarðann um Gunnar Gunnarsson. Búið var að fá tvö tilboð í platta, ál platta og kopar platta. Samþykkt samhljóða að kaupa kopar plattann; Endingarbetri og eigulegri. M.m.f. falið að klára málið.

 

4. Mál: Frá hreppsnefnd: Styrkumsókn Design from Nowhere vegna Brynjars og Veroniku

Menningarmálanefnd er mjög jákvæð yfir þessu verkefni og samþykir samhljóða að veita þennan styrk. Nefndin vil samt koma á framfæri að viðkomandi aðilar hafi öll tiltekin leyfi fyrir verkefninu áður en hafist er handa.

 

5. Mál Bréf frá Jósep H. Jósepssyni

Svar til Jóseps:

Erindi þitt um söguritun Vopnafjarðar og örnefnaskráningar á Vopnafriði var tekið fyrir á

menningarmálanefndarfundi þann 4. apríl 2017. Vopnafjarðarhreppur er að vinna að ýmsum þáttum sem tengjast sögu Vopnafjarðar, vonir standa til að GPS skráning örnefna í samstarfi við Landmælingar Íslands hefjist næsta haust. Fjárhagsheimildir menningarmálanefndar rúma ekki heildstæða söguritun Vopnafjarðar þetta árið. Við sýnum þörf fyrir söguritun Vopnafjarðar fullan skilning og þökkum kærlega fyrir ábendinguna og áminninguna um þessa mikilvægu auðlind sem við eigum.

Virðingarfyllst

Fyrir hönd menningarmálanefndar

Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferða- og menningarfulltrúi Vopnafjarðarhrepps.

 

6. Mál: Fundartími til að hitta Signý Ormardóttir yfirverkefnastjóra Austurbrú.

Signý hafði óskað eftir að hitta nefndina og stakk upp á 18 apríl. Við nánari athugun kom í ljós að margir í nefndinni eru ekki heima þann dag og stingur nefndinn upp á 10 maí í staðinn. M.m.f. falið að hafa samband við Signýu.

 

7. Mál: Drög að dagskrá Vopnaskaks frá verkefnastjóra hátíðarinnar: Elísabetu Reynisdóttur

Drög að dagskrá Vopnaskaks frá verkefnastjóra lögð fyrir menningarmálanefnd. Rætt vel og menningarmálanefnd styður þessi drög að dagskrá Vopnakskaks 2017. Nefndin leggur áherslu á að staðfesta bókanir, sækja um styrki til fyrirtækja og koma með fullmótaða dagskrá sem fyrst.

 

8. Mál: Fyrirspurn frá Signý Ormsdóttir um að Vopnafjörður taki aftur við listamanni frá Vesteralen í Noregi í ár líkt og í fyrra.

Á menningarmálanefndar fundi 2016 var samþykkt að hafa samstarfið í þrjú ár eins og sjá má hér: „1. Mál: Bréf frá Signý Ormarsdóttur varðandi listamann frá Noregi.

Vopnafjörður hefur tækifæri á því að fá listamann frá Noregi í gegnum Austurbrú. Eina sem Vopnafjörður þarf að afla er húsnæði. Hver bær hefur almennt listamann í 3 ár og er hann í 2-4 vikur í senn. M.m.f. falið að athuga með húsnæði og ganga á eftir þessu máli.“

Þannig að öllu óbreyttu heldur samstarfið áfram í haust. M.m.f. falið að hafa samskipti áfram við Signýu um þetta mál.

 

9. Mál: Fjárhagsáætlun ársins 2017

Farið var yfir fyrsta ársfjórðung og hvað koma skal restina af árinu. Málið rætt með það að leiðarljósi að láta áætlanir menningarmálanefndar ganga upp miða við samþykkta fjárhagsáætlun Sveitasjtórnar 2017.

 

Engin önnur mál á dagskrá. Fundi slitið 19:30
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir