Fundargerð menningarmálanefndar 10. maí 2017

02.06 2017 - Föstudagur

Menningarmálanefndarfundur 10.5.17

 

Fundur var haldinn í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Jakóbína Ósk Sveinsdóttir, Hreiðar Geirsson, Elísa Joensen Creed, Berghildur Fanney Hauksdóttir menningarmálafulltrúi og Ólafur Áki Ragnarsson sveitastjóri

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

1. Mál: Signý Ormarsdóttir frá Austurbrú. Kynning og spjall

Signý Ormarsdóttir kynnti fyrir menningarmálanefnd starf sitt: Menningarfulltrúi Austurlands og helstu verkefni sem hún og Austurbrú eru með í þessum landsfjórðungi. Farið yfir ýmis mál svo sem: menningarstefnu Austurlands, menningarstefnu Vopnafjarðar, hvaða styrki menningarmálanefnd getur sótt um og hvernig nýta má betur samstarf á milli menningarmálanefndar og Austurbrúar. Vel tekið í öll mál og henni þakkað fyrir góðan fund.

 

Engin önnur mál á dagskrá. Fundi slitið 18:45
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir