Fundargerð menningarmálanefndar 17. maí 2017

30.06 2017 - Föstudagur

Menningarmálanefndarfundur 17.5.17

 

Fundur var haldinn í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Jakóbína Ósk Sveinsdóttir, Hreiðar Geirsson, Elísa Joensen Creed, Berghildur Fanney Hauksdóttir menningarmálafulltrúi

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

1. Mál: Styrkumsókn: Konukvöld
Menningarmálanefnd samþykir samhljóða að veita umbeðin styrk sem er innifelur í sér að borga tónlistarmönnum 200þ.kr. í laun fyrir að spila á Konukvöldinu og á ballinu eftir Konukvöldið. Einnig styrkir menningarmálanefnd konukvöldið um húsaleiguna á Miklagarði tiltekið kvöld. 

Menningarmálanefnd vill koma á framfæri til sveitastjórnar að móta þarf stefnu um hvernig hún sér fyrir sér að félagsheimili Vopnafjarðar, Mikilgarður sé nýtt sem mest og best til menningarviðburða og hvernig notkun menningarmálanefndar á húsinu eigi að vera háttað.

Er menningarmálanefnd á hinum almenna leigumarkaði og gangvart félagsheimilinu Miklagarði og þeirri gjaldskrá sem gildir í húsinu? Menningarmálanefnd hefur hvatt heimamenn til að nota húsið og hefur verið að greiða leigu í formi styrkja fyrir einstaklinga og hópa þegar um menningartengda viðburði er að ræða og auka þannig notkun þessa stóra og flotta húss sem sveitarfélagið á. En fjármagn menningarmálanefndar minnkar afskaplega fljótt ef þaðan er tekin öll leiga á húsinu. Auk þess skilar aukin notkun sem menningarmálanefnd hefur stuðlað að, aukinni innkomu í húsið t.d. með sölu á bar.

Skoða mætti hvort nefndin fengi húsið á lægri taxta fyrir slíka viðburði eða þá að því sé fagnað þegar menningarmálanefnd stuðlar að viðburðum í húsinu og tekjum sem aukalega koma inn vegna þeirra viðburða og þá leiga feld niður þegar svo er. Til dæmis mætti skrá niður notkun menningarmálanefndar á Miklagarði og bókfæra það í hverjum mánuði með styrk frá sveitarfélaginu á móti, sé það stefna sveitarstjórnar að stuðla að aukinni menningartengdri notkun hússins.

 

2. Mál: Styrkumsókn: Designs from Nowhere: Karna Sigurðadóttir
Menningarmálanefnd samþykir samhljóða að veita styrk upp á 200þ.kr. Verður hann afgreiddur 1. september.

 

3. Mál: Styrkumsóknir: Baldur Hallgrímsson

Tekið fyrir en vísað frá að svo stöddu og óskað eftir að umsókninn verði með nákvæmari. þá sérstaklega fjárhagsáætlun. M.m.f. falið að hafa samband við Baldur

 

4. Mál: Ingrid Larsen: Álfkonudúkur Verkefni
Ingrid býður Vopnafjarðarhrepp um að kaupa af henni 100 eintök af bók um Álfkonudúka verkefnið. Verðið á hverri bók er ca. 2000kr
Samþykkt samhljóða að kaupa 100 eintök. M.m.f. falið að hafa samband við Ingrid

5. Mál Bíó heimildarmynd um Vopnafjörð.

Karna Sigurðardóttir óskar eftir að forsýna myndina á Vopnafirði 28 maí í Miklagarði með tvem sýningum. Ákveðið í samráði við Körnu að hafa þær kl 16:00 og 18:00. Hún mun einnig sýna myndina sama dag kl 14:00 í sundabúð. Menningarmálanefnd styrkir þá augljóslega viðburðin um húsaleiguna. m.m.f. falið að klára málið.

 

 

6. Mál Styrkumsókn Magnús Ver, Austfjarðartröllið
Menningarmálanefnd tekur vel í þessa umsókn og að fá Kraftamennina ásamt upptökuliðinu í bæinn en finnst þó frekar að þessi umsókn eigi við hjá Íþrótta og æskulýðsmálanefnd og vísar nefndinn umsókninni þangað. M.m.f. falið að vísa umsókninni áfram.

7. Mál: Beiðni frá BBC
Beiðni frá BBC sem Menningarfulltrúa barst. Um er að ræða þáttagerða fólk frá BBC  sem er að leita af fiskiþorpi á Íslandi í sumar til að mynda svæðið og kannski taka viðtöl við eldri bæjarbúa. Þátturinn fjallar um hvar fólk í Bretlandi á eyða eldri árunum eftir að það fer á lífeyri.

M.m.f. falið að koma þeim í samband við fólk í bænum svo sem: Tómstundafulltrúa eldri borgara, yfirmann sundabúðar, Agústu á Refstað og aðra sem gætu hjálpað.

8. Mál: Koma Arnar Eldjárns og Valdimars Guðmundssonar.
Arnar og Valdimar óska eftir að halda tónleika í miklagarði föstudaginn 21.júlí og að fá styrk um húsaleigu. Samþykkt samhljóða.

M.m.f. falið að hafa samband við þá og bóka húsið fyrir þá.

 

Engin önnur mál á dagskrá. Fundi slitið 19:15
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir