Fundargerð menningarmálanefndar 03. október 2017

02.03 2018 - Föstudagur

Menningarmálanefndarfundur 3.10.17

 

Fundur var haldinn í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Jakóbína Ósk Sveinsdóttir, Elísa Joensen og Hreiðar Geirsson

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.1. Mál: Leiksýning: Hellisbúin

Leiksýningin Hellisbúin verður á Þórshöfn 14 okt. og óska einnig að fá að sýna á Vopnafirði 13 okt. Menningarmálanefnd mun aðstoða með auglýsingum, koma aðilum í samband við húsvörð og fleira ef þörf er á.

Brynjar, Veronika, Svein Erik, Marie Elisabeth mættu og sátu fundin fram að 4. Máli. Else Möller mætti og sat út fundin.


2. Mál Brynjar og Veronika.
Brynjar og Veronika kynntu fyrir menningarmálanefnd hugmyndir sínar að umhverfislistaverkinu sem þau vinna núna að í samvinnu við Designs from Nowhere og Vopnafjarðarhrepps. Þau munu núna í vikunni byrja á prufum til að sjá hvernig endingin á umhverfislistaverkunum mun vera. Menningarmálanefnd er mjög spennt fyrir þessu verki en kom þó á framfæri við listamennina að athuga hvort þurfi tiltekin leyfi, þar sem við á, fyrir umhverfisbreytingum.  Brynjar og Veronika ætla einnig að kynna verkið og fá hugmyndir frá bæjarbúum núna í vikunni.

 

3. Mál Svein Erik og Marie Elisabeth

Svein og Marie koma frá Noregi í samvinnu við Austurbrú sem gerði samning við Vopnafjarðarhrepp um komu norskra listamanna til Vopnfjarðar árin 2016-2018. Í fyrra kom Ingrid með álfkonudúkin. Svein og Marie dvelja hér í mánuð og kynna sér náttúruna og menninguna í sveitafélaginu og í framhaldinu munu þau vinna að verkefni sínu sem verður kynnt síðar.

 

4. Mál: Dagar Myrkurs 2018:
Dagar Myrkurs verða 1-5 Nóvember. Unnið að dagskrá og mögulegir viðburðir ræddir svosem: Myrkvaganga, Myrkvasund, Myrkvamessa og Sagnakvöld. Einnig rætt um að kanna áhuga ferðaþjónustuaðila um aðkomu að dagskránni.


Engin önnur mál á dagskrá fundi slitið 19:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir