Fundargerð menningarmálanefndar 12. desember 2017

02.03 2018 - Föstudagur

Fundur var haldinn í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Jakóbína Ósk Sveinsdóttir, Elísa Joensen, Hreiðar Geirsson og Else Möller.

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

 

1. Mál: Bréf frá Ferðamálasamtökum Vopnafjarðar.

Bréf frá Ferðamálasamtökum Vopnafjarðar tekið fyrir. Bréfið varðaði verkefni þeirra Brynjars og Veroniku á vegum Designs from Nowhere og áframhaldandi fjárstyrk menningarmálanefndar við verkefnið. M.m.n. sýnir verkefninu fullan stuðning eins og áður hefur kemur því á fram og bendir á að styrkumsóknir eru teknar fyrir fjórum sinnum á ári og eru næst styrkumsóknir teknar fyrir 1 febrúar 2018.

2. Mál: Útgáfa Vopnfirðingasögu: Kynning hóps og ósk um samstarf
Forsvarsmaður hópsins, Fanney Hauksdóttir kynnti fyrir menningarmálanefnd verkefnið þeirra sem er m.a. útgáfa Vopnfirðingasögu í bókaformi og skilti sem verða á sögustöðum í Vopnafirði. Athygli er vakin á því að allir þeir sem koma að verkefninu eru heimamenn.  Menningarmálanefnd tekur vel í verkefnið og eru til í að sjá þetta verkefni verða að veruleika og samþykir samhljóða að vera samstarfsaðilar í þessu verkefni.

 

3. Mál: Bréf frá Þorsteini Guðmyndssyni varðandi hátíðarhöld á 17 Júní og samstarf.

Menningarmálanefnd tekur vel í verkefnið og samþykir samhljóða að vera samstarfsaðilar.

 

4. Mál: Bréf frá Erlusjóði og Einherja um styrk fyrir hátíðarhöld 17 Júní
Menningarmálanefnd líst vel á þennan viðburð og bendir viðkomandi aðilum á að hægt sé að nálgast styrkumsóknar eyðublað og reglur styrkumsókna á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps. Styrkumsóknir eru teknar fyrir fjórum sinnum á ári og eru næst styrkumsóknir teknar fyrir 1 febrúar 2018.

5. Mál: Framtíð rithöfundalestar.

Rætt um framtíðar aðkomu Vopnafjarðarhrepps að rithöfundalestinni. Síðustu ár hefur þetta gengið ágætlega og með styrkum hefur lestin ekki verið mjög dýr en í ár var mjög dræm mæting og því meira tap á lestinni en árin áður. Skúli Björn, forsvarsmaður lestarinnar óskaði eftir hugmyndum hvernig mætti bregðast við. Menningarmálanefnd vill ennþá koma að lestinni næstu ár en stingur upp á að hafa þetta ódýrara með færri en þekktari rithöfundum og hafa þetta einni eða tvem vikum fyrr en vanalega.

6. Mál: Jólaball í Miklagarði og samstarf við Menningarmálanefnd

Samþykkt samhljóða að fara í samstarf við Miklagarð til að halda jólaball í ár.

Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 18:30
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir