Fundargerð menningarmálanefndar 14. febrúar 2018

02.03 2018 - Föstudagur

Menningarmálanefndarfundur 14.2.18

 

Fundur var haldinn í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Elísa Joensen, Hreiðar Geirsson og Else Möller.

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

 

1. Mál: Sýning 690 Vopnafjörður
Lokaútgáfa heimildarmyndarinnar 690 Vopnafjörður verður sýnd sunnudaginn 18 febrúar í boði Vopnafjarðarhrepps. Samið hefur verið við Hljóðkerfaleigu austurlands um búnað. Auglýsingar sendar í öll hús og frítt verður inn á sýninguna.

2. Mál: Ráðning starfsmanns Vopnaskaks 2018
Einstaklingur hefur haft samband við formann menningarmálanefndar um að vinna með menningarmálanefnd að Vopnaskaki 2018. Nefnd sammála um að gott væri að hafa starfsmann í 50% starfi frá byrjun júní, 100% starfi vikuna sem Vopnaskak er og 50% starfi vikuna eftir fyrir frágang og uppgjör. Tekið mjög jákvætt í þetta og ákveðið að funda með henni öðruhvoru megin við næstu mánaðarmót.

3. Mál: Styrkbeiðni frá verkefnastjóra Vopnfirðingasöguslóða, sjá fylgiskjal.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð 350þ

4. Mál: Styrkumsókn útaf komu Vilborgu Davíðsdóttir. , sjá fylgiskjal.

Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð 70þ fyrir flug og gistingu.

5. Mál: Styrkumsókn Myndagrúsk, sjá fylgiskjal.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð 110þ

6. Mál: Lokauppgjör Rithöfundarlestarinnar:
Formaður menningarmálanefndar kynnti fyrir menningarmálanefnd uppgjör rithöfundarlestar 2017. Búið er að fá styrk frá uppbyggingasjóð fyrir rithöfundalest 2018.

7. Mál: Dagskrá 17 júní/ 16 júní. Aðkoma nefndar.
Bréf tekið fyrir frá Þorsteini Gunnarssyni forsvarsmanni verkefninsins: Vaki þjóð: Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, skálds. Viðburður sem Menningarmálanefnd styrkir. Fyrirhuguð dagskrá sem átti að vera 17 júní hefur verið færð yfir á 16 júní meðal annars útaf Fermingum 17 júní.

8. Mál Dagskrá Vopnaskask 2018:
Fyrsta helgin í júlí: 4-8 júlí er Vopnaskak 2018. Drög að dagskrá rædd. Ákveðið að taka frá Miklagarð alla þessi daga þangað til fullkláruð dagskrá er tilbúin. Athuga á hvort að Staðarholt sé til leigu hjá kvennfélaginu og hvort áhugi sé fyrir hagyrðingakvöldi. Málin rædd og áfram verður unnið að dagskrá á næsta fundi.

Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 18:30

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir