Fundur var haldinn í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Jakóbína Ósk Sveinsdóttir, Elísa Joensen, Hreiðar Geirsson og Else Möller.
Ingólfur Daði ritaði fundargerð.
1. Mál: Vopnaskak 2018
Vopnaskak verður haldið 4-8 júlí. Dagskrá rædd. Búið er að leiga Staðarholt og ráða hljómsveitina Buff til að spila þar 7 júlí. Undirbúningur er hafin á Hagyrðingakvöldi sem í þetta skipti verður haldið í félagsheimilinu Miklagarði en ekki í íþróttahúsinu eins og síðustu ár. Aðrir viðburðir ennþá á umræðustigi. Ákveðið var að senda út fyrirspurnir til einkareksturs aðila á Vopnafirði um þeirra aðkomu að Vopnaskaki. Einnig var ákveðið að hafa samband við Ungmennaráð og heyra þeirra hugmyndir að Vopnaskaki.
Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 18:30