Menningarmálanefndarfundur 7.5.18
Fundur var haldinn í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Ingólfur Daði Jónsson, Elísa Joensen, Hreiðar Geirsson og Else Möller.
Ingólfur Daði ritaði fundargerð
- Mál: Tónleikar MC Gauta.
- MC Gauti verður með tónleika í Miklagarði á sjómannadaginn kl 20:00. Í för verður upptökulið sem tekur allt upp og í framhald gerðir þættir. Þetta eru partur af tónleika ferð hans um landið. Samþykkt samhljóða að veita honum styrk fyrir húsnæðinu.
- Mál: Vopnaskak. Unnið áfram í dagskrá Vopnaskak sem er vikuna 4-8 júlí. Nú þegar hefur verið staðfest Hofsball á laugardeginum. Tónleikar í Miklagarði á föstudagskvöldinu. Hagyrðingakvöld og dansiball með Dúddunum á fimmtudaginn í Miklagarði og að markaðurinn verður færður til seinnipart föstudags í stað fyrripart laugardags.
Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 18:00