Fundargerð menningarmálanefndar 28. maí 2018

21.06 2018 - Fimmtudagur

Menningarmálanefndarfundur 28.5.18

Fundur var haldinn í Miklagarði, hófst 17:00 og mætt voru:  Ingólfur Daði Jónsson, Elísa Joensen, Jakóbína Ósk Sveinsdóttir, Hreiðar Geirsson, Else Möller og Debóra Dögg Jóhannesdóttir.

Ingólfur Daði ritaði fundargerð.

 

1.Mál: Vopnaskak

Menningarmálanefnd bauð Debóru velkomna til starfa en starf hennar hefst um mánaðarmótin. Mun hún ásamt menningarmálanefnd sjá um undirbúning og framkvæmd Vopnaskaks 2018 sem er 4-8 júlí.

Dagskrá yfirfarin og komið starfsmanni inn í hlutina. Nú þegar hefur verið staðfest Hagyrðingakvöld og dansiball með Dúddunum á fimmtudaginn. Tónleikar með Stjórninni á föstudeginum ásamt markaðtorgi seinnipart sama dag. Hofsball með Buffinu á laugardeginum og Burstafelldag á sunnudeginum.

 

Engin önnur mál á dagskrá, fundi slitið 18:30
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir