Fundargerð menningarmálanefndar 17. ágúst 2018

31.08 2018 - Föstudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps

-17. ágúst 2018

 

Föstudaginn 17. ágúst 2018 kl. 16:00 kom menningarmálanefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði.

 

Mætt til fundar:  Jón Ragnar Helgason, Fanney Björk Friðriksdóttir, Árný B. Vatnsdal, Hreiðar Geirsson og Dagný S. Sigurjónsdóttir er ritaði fundargerð.

 

Eftirfarandi var tekið fyrir:

 

1)      Umsókn um styrk frá Landbót. Umsókn Landbótar skv. skeyti Else Möller 12.06.18 vegna merkinga í Oddnýjarlundi hafði verið vísað til menningarmálanefndar til afgreiðslu. Nefndarmenn sammála um nauðsyn slíkra merkinga til upplýsinga fyrir gesti lundarins en slíkar merkingar flokkist tæplega undir menningarmál. Vísar nefndin því erindinu til hreppsnefndar sem kemur erindinu til þar til bærrar nefndar sem hentar erindinu betur.

 

2)      100 ára fullveldi. Til umræðu aldarafmæli lýðveldisins en sveitarstjórn vísaði málinu m.a. til menningarmálanefndar til umfjöllunar á fundi sínum þann 28.06. sl. Rætt um samstarf við fræðslunefnd og skóla sveitarfélagsins. Hugmyndir um útfærslu ekki ljósar og þarfnast frerkari umræðu.

 

3)      Önnur mál. Rætt um menningarmál sveitarfélagsins í víðum skilningi og hvernig má útfæra þau. Dagar myrkurs eru framundan og þarf að huga að þeirri dagskrá í samstarfi við önnur sveitarfélög á Austurlandi. Vangaveltur um hvernig haga ma þeirri dagskrá. Jólin t.o.m. til umræðu og var ýmislegt rætt þeim tengdum þótt og verður nánar rætt þegar nær dregur.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:52.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir