Fundargerð menningarmálanefndar 10. september 2018

27.09 2018 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps

-10. september 2018

 

Mánudaginn 10. september 2018 kl. 15:00 kom menningarmálanefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði.

 

Mætt til fundar: Jón Ragnar Helgason, Heiðar Aðalbjörnsson, Fanney Björk Friðriksdóttir, Hreiðar Geirsson og Dagný S. Sigurjónsdóttir er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1)      Erindi Einherja v/17. júní 2018 - Fyrir lá samþykkt fyrri menningarmálanefndar, sbr. fund 14.02. sl. og hreppsnefndar 30.11.17, að styrkja viðburðinn. Varðaði umsókn Einherja kr. 250 þúsund fyrir framkvæmd hátíðarkaffis sem að þessu sinni var í tengslum við menningarviðburðinn Vaki þjóð – aldarafmæli skálds.

Samþykkir menningarmálanefnd samhljóða að Einherja verði greidd umsamin upphæð.

 

2)      Dagar myrkurs – Minni áhugi er fyrir viðburðinum í fjórðungnum. Ólíkt fyrri árum hefur engin dagskrá verið birt hjá öðrum sveitarfélögum, enn sem komið er a.m.k. Samstarf varðandi listamenn/skemmtikrafta svo sem verið hefur undangengin ár virðist ólíklegt. Ýmsar hugmyndir viðraðar og ræddar meðal nefndarmanna. Dagar myrkurs standa ávallt upp á sömu helgi og vetrarfrí grunnskólans og því hefur reynst erfitt að treysta á þátttöku skólabarna í viðburðinum. Vilji er eftir sem áður til að standa fyrir einhverjum smærri viðburðum.

 

3)      Jólatónleikar -  Stefnt er tónleikahaldi hér þann 20. desember nk. þar sem fram munu koma söngvararnir: Regína Ósk, Rakel Pálsdóttir, Unnur Birna Björnsdóttir og Eiríkur Hauksson. Hljósmsveit: Birgir Þórisson, Benedikt Brynleifsson, Jón Hilmar Kárason og Birgir Bragason.

 

4)      Óformleg könnun – Samhljóða samþykkt að setja í loftið óformlega könnun og leggja fyrir íbúa sveitarfélagsins hvað þeir vilja sjá varðandi menningu og viðburði. Var þetta ákveðið í framhaldi af umræðu um aðsókn á viðburði en það er áhyggjuefni hve hún hefur dregist saman. Ýmsu var velt upp hér að lútandi en nefndarmenn gera sér vonir um að könnunin skili einhverjum hugmyndum um áhugaverða viðburði.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir