Fundargerð menningarmálanefndar 10. janúar 2019

21.02 2019 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps

-10. janúar 2019

 

Fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 16:00 kom menningarmálanefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði.

 

Mætt til fundar: Jón Ragnar Helgason, Árný Birna Vatnsdal, Fanney Björk Friðriksdóttir, Hreiðar Geirsson og Dagný S. Sigurjónsdóttir er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1)      Vopnaskak 2019 – Efni fundarins varðaði einkum og sér í lagi Vopnaskak ársins. Menningarmálanefnd lítur á það sem alvarlegt mál að hafa ekki fengið svör við hverjir þeir fjármunir eru sem nefndin hefur til ráðstöfunar. Það liggur í hlutarins eðli að mótun dagskrár án vitneskju um fjármagn er tæplega gerleg.

 

Þrátt fyrir ofangreint er unnið að „sveigjanlegri“ beinagrind að dagskrá sem og dagsetningar, fyrsta helgi júlímánaðar. Raunar miðast dagskrá við miðvikudag til og með sunnudag, þ.e. 3.-7. júlí nk.

 

Rætt um ráðningu framkvæmdastjóra hátíðar og horft til fastra pósta svo sem súpukvöld, golfmót, dorgveiðikeppni og markaðstorg sem dæmi. Hugmyndum velt upp og horft verði til samstarfs við Einherja, svo sem verið hefur um nokkurt skeið með tillit til leikja, Glófaxa og jafnvel björgunarsveitar.

 

Leikhópurinn Lotta sem hingað hefur komið árum saman að sumri verður hér föstudaginn 15. mars með sýningu í félagsheimilinu.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:20.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir