Fundargerð menningarmálanefndar 31. janúar 2019

21.02 2019 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps

-31. janúar 2019

 

Fimmtudaginn 31. janúar 2019 kl. 16:00 kom menningarmálanefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði.

 

 

Mætt til fundar: Jón Ragnar Helgason, Árný Birna Vatnsdal, Fanney Björk Friðriksdóttir, Hreiðar Geirsson og Dagný S. Sigurjónsdóttir er ritaði fundargerð.

 

Einnig mætt til fundar Hjördís Björk Hjartardóttir þjóðfræðinemi.

 

Dagskrá:

 

Skapandi sumarstörf – listasmiðjur. Í upphafi fundar bauð formaður Hjördísi velkomna til fundar og bauð henni að kynna hugmyndir sínar um skapandi sumarstörf og listasmiðjur fyrir börn og unglinga á Vopnafirði. Bókað var hér að lútandi:

 

Verkefni.

 1. Drasl við verkstæði safnað saman og búa til úr því fígúrutífa skúlptúra – fyrir framan endurvinnsluna.
 2. Bakarí, mögulega Kaupvangur/Kauptún, þar sem krakkarnir baka sjálfir og selja.
 3. Kynningarmynd fyrir Vopnafjörð, t.d. sögumyndbönd. Krakkarnir kynna sér sögu Vopnafjarðar, t.d. „rölt um Vopnafjörð“ eða viðtöl við áhugavert fólk.

 

Sérverkefni yfir allt sumarið:

Hópar:

  1. Hljómsveit
  2. Danshópar
  3. Leikhópur
  4. Leikjanámskeið

 

Einn:

 1. Söngvari
 2. „Youtube-ari“ / endurvinnslu diy-myndbönd t.d.
 3. Listleikurinn (klára öll verkefnin)

 

Aðrar uppbyggilegar hugmyndir:

 • Bæjarvinnan – skólagarðar – Vopnfirðingar rækta sitt eigið grænmeti
 • „Braggakaffi“ / Grandakaffi – Hádegiskaffihús í bragganum
  • Afgreiðslustörf
  • Bakarí
  • Kokka-/bakarí/matreiðslunemar? = bakarí / fiskiveitingastaður með staðbundnu hráefni

 

Nefndin tók hugmyndir Hjördísar til umræðu. Nefndarmenn almennt ánægðir með framkomnar hugmyndir sem eru vissulega misauðveldar í framkvæmd. Engu skal þó hafnað og mælt með að skoðað verði frekar.

 

Vopnaskak. Áframhaldandi umræða um Vopnaskak sem er að taka á sig skýrari mynd. Staða fjármála hin sama og bókað var í fundargerð á síðasta fundi þ. 10. janúar sl., enn hefur sveitarstjórn ekki svarað hversu mikið fjármagn hefur menningarmálanefnd yfir að ráða á árinu 2019.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:25.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir