Fundur haldinn í menningamálanefnd þ. 28. feb. 2019.
Mætt voru Hreiðar Geirsson, Fanney Björk Friðriksdóttir, Árný Vatnsdal og Jón R Helgason sem ritaði fundargerð.
Ástæða þess að aðeins fjögur voru mætt er að einn nefndarmanna ( Dagný Sigurjónsdóttir) sagði sig úr nefndinni og ekki er enn búið að skipa í hennar stað. Þökkum við henni kærlega fyrir hennar setu og samstarf í nefndinni.
Það fyrsta sem tekið var fyrir var tilboð Hljóðaust í hljóðkerfi og ljós fyrir Vopnaskak 2019.
Samþykkt var að taka því tilboði sem hljóðar upp á 642,035kr.
Annað mál var umræða um dagskrá Vopnaskaks og þá aðallega stóru viðburðina, á föstudags og laugardagskvöldunum. Er nefndin komin að niðurstöðu með listamenn á þá viðburði og var formanni falið að ganga til samninga við þá. Nöfn þeirra verða tilkynnt fljótlega. Eins er viðburður fyrir fimmtudagskvöldið ákveðinn.
Mál þrjú var umræða um ráðningu á viðburðarstjóra Vopnaskaks 2019.
Ákveðið var að auglýsa stöðuna sem fyrst svo að viðkomandi hafi rúmann tíma til skipulagningar.
Að þessu loknu var fundi slitið.