Fundargerð menningarmálanefndar 29.8.2019

09.12 2019 - Mánudagur

Fundur menningamálanefndar haldinn þ.29/8/19. settur 15:30.

 

Fundinn sátu Hreiðar Geirsson,  Ingibjörg Jakobsdóttir ( varamaður), Árný Vatnsdal, Hjördís Hjartardóttir og Jón R Helgason sem ritaði fundargerð. 

 

Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla Umsjónaraðila Vopnaskak 2019 Selju Janhtong.

Fór Selja yfir hátíðina þ.e. hvað gekk vel og hvað mætti betur fara að hennar mati. 

Var svo tekin umræða um málið og voru allir nefndarmenn sammála um að vel hafi til tekist, og þeir viðburðir sem voru nýjir í ár hafi heppnast það vel að ástæða sé til að skoða þá sem fasta liði. 

Það eina sem nefndin saknaði úr þessari skýrslu var fjárhagsleg afkoma.

Var því yfirliti skilað skömmu síðar,  og er skemmst frá því að segja að afkoman var mjög góð. 

Viljum við enn og aftur þakka Selju fyrir vel unnið starf.

 

Næsta mál var styrk umsókn Leikhópsinns Lottu upp á 25.000kr. Var hún samþykkt samhljóða.

 

Fleira var ekki afgeitt á fundinum og var honum slitið kl : 17:10.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir